30. mars 2004

Nafn um nafn frá nafni til þess að gera

Mér finnst Karl Sesar Salómonsson svolítið stórt nafn fyrir barn að bera! Ekki nóg með að það gæti verið konungsnafn heldur gæti drengurinn sennilega líka komist að sem keisari ef út í það færi og vöntun væri á slíkum. Kjartan Safír er einnig nafn í stærri kantinum sem og Safír Steinn! Safír er steinn og steinninn er safír. Ægilega patent. Sesar Ali, Salómon Tandri, Eva Super, Irpa, Karkur og Íma eru líka voðalega fín nöfn allt saman og í fullri notkun. Ég veit ekki af hvaða andleysi, þröngsýni, ófrumlegheitum og leti ég var heltekin þegar ég ákvað að skíra son minn Ólafur!

Hvað Friends- bjálfi skyldi ég nú vera?




I'm Monica Gellar-Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

Hefði nú getað sagt mér það sjálf miðað við þetta! Samt gerði ég mitt besta til að fá ekki þessa niðurstöðu. Verð víst bara að sætta mig við þetta, örlögin verða ekki umflúin og svona er ég bara...
Elsku Sigríður Ragna, vinkona vors og blóma, vorbarnið og páskaunginn sjálfur! Innilega til hamingju með daginn og fyrirgefðu að ég sé ekki búin að hringja í þig ennþá. Ég verð búin að hringja í þig áður en þú lest þessar línur þannig að þetta er allt í lagi og engin ástæða til að örvænta.

Það vantar að vísu 20 kerti...

Óábyrgt skúbb

Ónefndur líkmaður var svo súr með að hafa ekki verið í blöðunum í á annan sólarhring að hann skrapp útí 10-11 og stakk sig í brjóstið svona í leiðinni! Það er sem sagt uppi kenning á mínum vinnustað (lögfræðingar hljóta að vita sínu viti) um að hann hafi séð um þessa stungu alveg sjálfur.

Sel það ekki dýrar en ég keypti það!

29. mars 2004

loa.blogspot.com

Lóunni hefur formlega verið sagt upp störfum vegna vanrækslu í starfi! Hún á að kveða burt snjóinn en ég fæ ekki betur séð en hún hafi komið með hann með sér! Þar að auki sýnist mér hún meira að segja vera orðin bloggari og hefur þar af leiðandi engan tíma til að kveða burt einhvern snjó. Jæja það þýðir ekki að tuða yfir þessu heldur skellir maður bara Buena Vista á fóninn, fer í strápilsið og fær sér eplasafa í glasi á fæti, eða bara kokkteil... það er jú hressandi svona á mánudegi.

Hljómsveit vikunnar er Portishead! Vá hvað það er gaman að taka aftur upp þráðinn við gömul uppáhöld. Það er annars alveg kominn tími á þau að fara að hnoða meira konfekt fyrir okkur aðdáendurna! Já heldur betur, ekki nógu mikið af hreinræktaðri snilld í tónlistarbransanum í dag. Nema nottla Toxic með Britney, bévítans snilld er þar á ferð.

Veruleikafyrrtur sjónvarpscockur

Hvað er málið með asnalega bakarann á stöð tvö sem þykist vera kokkur og kyntröll? Veit ekki hvaðan vesalings maðurinn fékk þær ranghugmyndir... Sá auglýsingu fyrir þáttinn hans þar sem hann er að elda og hnykkla vöðvana og voða gaman og svo er bara allt í einu sýnt þar sem hann er í sturtu! Í sturtu!?! Ok hann er kannski svakalega þreyttur eftir að hafa verið með vöðvana spennta alla uptökuna en hvað kemur það wannabe kokkaþætti við að hann fari svo í sturtu?? Þetta allavega minnti mig óneitanlega á sturtuatriðið í Phsyco... að því leyti að þetta atriði innihélt eitt stykki sturtu og eitt stykki phsyco!

27. mars 2004

Það er skýrt merki þess að maður sé að verða gamall þegar ártalið á skoðunarlímmiðunum á nýjustu bílunum er árið sem maður verður þrítugur!

Billa banað

Uma flott

Nú hlýtur að fara að styttast í Vol. II.
Svona fyrst ég er að tjá mig um fagrar myndir...

Ræmurýni

Pípið fór út á lífið í gær, sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þegar svo stendur á trítla ég mér oft á vídeoleigu og tek þá annað hvort hámenningarlegar myndir eða girlie myndir (Ó Píp vænar myndir... ekki nógu margir byssubardagar og bílaeltingaleikir fyrir hann) til þess að kúra mig yfir. Í gær var ég semsagt í hámenningarlega gírnum og tók verðlaunamyndina The Pianist; fjallar um raunir píanóleikara í Póllandi í seinni heimstyrjöldinni sem svo óheppilega vill til að er gyðingur. Ekki nógu gott fyrir hann á þeim tíma og þeim stað eins og gefur að skilja.

Jæja allavega, þessi mynd vann Óskarsverðlaun og fékk ægilega fínt umtal og ég hef meira segja heyrt fólk mæla með þessari mynd! Þar erum við einmitt komin að kjarna málsins þar sem ég skil ekki hvernig maður getur mælt með þessari mynd við nokkur mann. Ekki svo að skilja að myndin sé ekki allra góðra gjalda verð og vel að verðlaunum komin, en ég sé mig bara ekki fyrir mér mæla með svona mynd þar sem í hverju atriði (í fyrri hlutanum allavega) er annað hvort grátandi barn eða deyjandi barn og álíka hörmungar og skepnuskapur.

Nú er nefnilega staðan þannig hjá mér persónulega að ég get varla horft á fréttirnar lengur vegna alls viðbjóðsins og skepnuskaparins í heiminum þannig að í ljósi þess átta ég mig ekki alveg á því hvað fékk mig til að taka þessa mynd. Hefði átt að vita betur þegar maður horfir á fréttir á hverjum degi með öndina í hálsinum. Samt kemur bara toppurinn á ísjakanum fram þar, nú eru til dæmis viðbjóðslegri hlutir að gerast í Súdan en mann órar fyrir.

Var samt orðin þannig á tímabili að þessar fréttir fóru inn um annað og út um hitt en svo fyrir rest fær maður bara nóg! Orkar ekki meiri viðbjóð. Og þá fer maður yfirum... eða eitthvað. Held ég láti bara duga að horfa á Cinema Paradiso eða Pretty Woman eða ekkva álíka á næsta steggjakvöldi.
Friðarsinninn hefur talað og er farinn að skrá sig í Amnesty...

26. mars 2004

dadidadidadaaaa (eks-fæls lagið)

En duló... á teljaranum mínum eru komnar heimsóknir frá Bandaríkjunum, Japan og Mexíkó að ógleymdu Íslandi. En ein heimsókn er líka frá: Unknown! Hmmm... hvað skyldi það nú vera? Albanía eða kannski outer space!!!!! Skyldu einhverjir grænir kallar vera búnir að cracka síðuna mína?? Þetta finnst mér mjög dularfullt allavega.

Eins súrrealískt og það hljómar þá er stórhríð úti núna í þessum töluðu... Og það um hásumar!

Ætli það sé nokkuð langt í að BTC (Bulgarian Telecom Company) hernemi landið? Nenni ekki þessu símafyrirtæki mínu lengur, lokuðu bara á mig si sona. Kominn tími til að fá ferska vinda inn í þetta símkerfi allt saman.

Litla frænka og nafna

Nei sko er ekki bara hún Perla Sif frænka mín farin að blogga! Hún er 18 og huxar greinilega ægilega mikið um sæta stráka og sona. Runs in da family! Hún er nú svo sem ekkert ofvirk í blogginu en aldrei að vita nema hún missi sig í þessu síðar.

Ég neita að trúa þessu!


Yfirlýsing á noi.is

Púkarnir í aðalhlutverki þessa páska!

Nóa Síríus Púkarnir verða í aðalhlutverkum þessa páska, strumparnir fá frí þetta árið...

Páskaegg úr neðra

Þvílíkur og annar eins lufsugangur hjá þessu fyrirtæki, hverjum er ekki sama um þessa ljótu púka! Hvers á maður að gjalda, ég bara spyr? Svona viðskiptahættir ganga nottla bara ekki! Hvað verður það næst? Pipp með engri piparmyntu??? Nóakropp með engum hrískúlum??? Ég er svo aldeilis hlessa! Ég mæli með að fólk beini viðskiptum sínum annað! Hnuss & hmpf...

Fjölskyldan mín

Hverjir eru í celebrity-a fjölskyldunni þinni?
User Name
MomSharron Osbourne
DadJohnny Depp
BrotherJohnny Depp
SisterChristina Aguilera
DogShilo
BoyfriendAshton Kutcher
Best friendMilla Jovovich


Hvernig getur sami maðurinn verið pabbi minn og bróðir minn??? Verst að hann skuli þurfa að vera skyldur mér yfirleitt! Ashton bashton kærsti hvað!?!?! Kæri mig ekkert um þann drengstaula! Má ég þá frekar biðja um Johnny Depp!!! ...who's your daddy...

25. mars 2004

Vorboðinn ljúfi

Nú er vorið komið fyrst Lóan (með stóru L af einskærri virðingu) er komin. Svo segir Mogginn (virðing líka) allavega og hann ku eigi kunna þá vafasömu list að ljúga. Það er samt fínt að nú standi yfir vökvun á ástkærri fósturjörð þar sem við skötuhjú höfðum orðið vart undan að horfa á sinuelda í "garðinum" okkar (þá erum við að tala um nánast allt svæðið milli Helgafells og Úlfarsfells, eða svo gott sem). Við vorum svo spennt og æst yfir 24 á sunnudagskvöldið síðasta að þegar við sáum reyk og loga stíga upp í brekkunni fyrir ofan okkur, hringdum við rakleiðis í 112 og tilkynntum um veiru.. nei sinueld í garðinum okkar. Slökkviliðið kom og löggubílar og alles og ef ekki hefði staðið yfir þessi líka ægilega spennandi þáttur af 24 hefði ég eflaust séð undir hælana á Pípinu (hann á skylda virðingu líka). Hann hefði ekki vílað fyrir sér að hoppa í stígvélin með fötu í hönd og hefði gert sitt besta til að láta gamla slökkviliðsdrauminn rætast. En brunaliðið höndlaði þetta alveg sjálft en við þurfum víst að horfa upp á sviðna jörð þangað til í sumar (22. apríl nota bene!)
Jahá.. mér telst til að miðað við ágang í þetta síðukorn mitt síðan teljarinn góði var tekinn í notkun, verði heimsóknafjöldinn kominn í 1.000 þann 13. maí næstkomandi! Athyglisvert þykir mér það. Nú er heimsóknafjöldinn kominn í 361 og heldur betur verður nú fróðlegt að fylgjast með því hvort talan verði komin upp í þúsund fyrir 13.maí eða eftir...! Æsispennandi alveg hreint!
Jæja best að fara að vinna...

Ekki slæmt...


Pétur Jóhann Sigfússon

Radio&TVStar
Þessi maður hefur mér alltaf þótt nett hressandi. Bestur var hann í denn á Radio X þegar sú ágæta stöð var og hét er hann stjórnaði síðdegisþætti sem bar nafnið Ding Dong ásamt meðstjórnandanum Dodde Lille. Þeir að vísu gengu í gegnum eilítið niðurlægingartímabil þegar þeir voru fluttir nauðugir viljugir yfir á 9F5M7 eða hvað sú ágæta sorpstöð heitir. Nú er þessi maður kominn í sjónvarpið á hverju kvöldi og sprellar og hvæsir og hefur gaman. Mér varð einmitt litið á hann í gærkvöldi og þá rifjaðist upp fyrir mér atvik sem varð þegar ég var að vinna í National Bank of Iceland in Rivertown. Pétur Jóhann álpaðist inn í bankann einu sinni sem oftar og var augljóslega með einhvern útvarpshrekk í gangi, hann var með símann á eyranu og var greinilega að tala við áðurnefndan Dodda og að búa til sprell.

Hann sem sagt kom að fiskabúrinu mínu með stöðumælasekt og greiðu í höndunum og sagðist ætla að greiða reikninginn; hvort það væri sem sagt ekki nóg að greiða honum! Ég nottla varð bara eins og gúbbífiskur þarna í búrinu mínu og sagði "jújú að sjálfsögðu, það dugar að greiða reikningnum...jájá...ægilega fínt...". Hann semsagt náði ekki alveg að hafa þetta neitt voðalega fyndið, sennilega af því að ég fór ekki að rökræða við hann um að hann þyrfti að greiða reikninginn en það hefði ekkert að segja að greiða honum. Þetta semsagt var stutt og laggott spaug og hann fór svo bara út. Sennilega hefur hann svo fengið ítrekun tveim mánuðum seinna varðandi ógreidd stöðumælagjöld...

24. mars 2004

átak...spátak

Ég er alveg búin að sjá að það á ekki alveg við mig að vera í átaki! Ekki svo að skilja að ég nenni ekki að hreyfa mig, þvert á móti... þetta er frábært að púla eins og vitleysingur í einn og hálfan tíma, fjórum sinnum í viku (brjál dugleg) og labba svo útí vorið ferskari en nokkru sinni. Eeeeen gallinn er sá að ég er mikið matargat og átvagl og sælkeri í ofanálag, að ekki sé nú minnst á súkkulaðifíkill, þannig að það er ekki hægt að segja að það geri mikið fyrir mig að borða gras og hollustufæði í einhverju ægilegu magni.

Þetta byrjaði rosa vel fyrstu vikuna og þá fuku meira að segja 1500 grömm (ekki að það sé aðalmálið) og hollustan var höfð í fyrrúmi en svo varð það bara.. ja við skulum segja leiðinlegt, það er að segja mataræðið! En það sem er fyrir öllu er að maður er að hreyfa sig og að vinna að því að bæta þol og styrk svo þetta er fínt bara. Ég er alveg á því að gullni meðalvegurinn gildi í þessu eins og svo mörgu, það er sem sagt ekki að ræða það að ég hætti bara að borða það sem mér finnst gott (einn nammidagur í viku er nottla ekki uppí nös á ketti). Reyni kannski bara einhvernveginn að koma mér undan vigtuninni...

Og hér er mannsefnið mitt!


You Should Date An Australian!


You're a down to earth, outdoorsy kind of girl

And you need a guy who can keep up with your adventures

A rugged Austrailian guy is just your style

Better start learning how to surf!


Which Foreign Guy Should You Date? Take This Quiz :-)

23. mars 2004

Það borgar sig að tuða... Ég er komin með tvo miða á Pixies!

Beðið og vonað

Jess, ég er hugsanlega mögulega kannski komin með miða á Pixies og það í gegnum sambönd. Ekki slæmt að vera að vinna með manni sem safnar stjórnum til að vera í! Við erum að tala um að maðurinn er 4 árum eldri en ég (sem er ekki neitt) og er nýhættur í stjórn Flugleiða og er núna í hinum og þessum stjórnum (Baugi, Skeljungi, Norðurljósum og hvað þetta heitir allt saman). Allavega, hann tók upp símtólið fyrir mig áðan í hringdi í annað stjórnardýr (Norðurljósa) og fékk það til að reyna að redda miðum þannig að það eina sem ég get gert næsta tæpa sólarhringinn er að krossleggja fingur og vona það besta.

Þessir Kraftwerksaðdáendur eru nefnilega að hreinsa upp Pixies miðana, enda mega þeir kaupa miða á Pixies um leið og þeir kaupa miða á Kraftwerk, en við hin sem ætlum ekki á Kraftwerk getum ekki keypt miða fyrr en á morgun. Þetta stóð á Mbl í morgun:
"Segir Þorsteinn að stór hluti þeirra sem keyptu sér miða á Kraftwerk hafi nýtt sér forkaupsréttinn og að nú þegar hafi um 1.200 miðar selst á tónleika Pixies, sem einnig verða í Kaplakrika. Miðasalan verður opin öllum á morgun og segist Þorsteinn ekki búast við því að mjög margir miðar verði þá eftir, ef miðasalan á Kraftwerk verður með svipuðum hætti og í gær."
Þetta er nottla hrapleg ósanngirni fyrir þá sem hvorki eiga nógan aur (til að kaupa miða á báða tónleikana) né hafa áhuga á Kraftwerk sem slíkum, að þurfa að sjá á eftir miðunum svona. Stjórnarmaðurinn sagði að 70% miðanna á Pixies séu farnir.. *grenj* Allt mitt traust legg ég núna á þessa gaura.

22. mars 2004

Mad World

Heyrði í fréttunum áðan að herská samtök palestínumanna hafi lýst yfir
allsherjar stríði gegn Ísraelum og að stríðið sé hafið!
Þessir ísraelsku Sharon-styðjandi fábjánar&fífl, með fullri virðingu, (ærumeiðandi hvað?) eru örugglega mjög sáttir við það og fá sér örugglega í aðra tána í kvöld til hátíðarbrigða, enda búnir að vinna að því í 3 og hálft ár að koma látunum á þetta stig. Maður hreinlega spyr sig hvað í ósköpunum vaki fyrir þessum Ísraelum; þegar þeir myrða leiðtoga mjög herskárra samtaka, annað en að láta palestínana ganga af göflunum og gjörsamlega tapa sér! Til þess svo að geta í framhaldinu bombað þá í burtu í eitt skipti fyrir öll með “góðri” samvisku og hugsanlega með stuðningi Bush og fleiri bavíana...

Þetta er nú að verða full ljótur heimur sem við búum í... ekkert of myndarlegur allavega...
Eiður!

Saga af sukki

Fór á skrall um helgina sem var takkfyrirkærlega fyrsta almennilega skrallið frá því í nóvember (fór í ammæli fyrir mánuði sem telst ekki með... var hálf edrú og fór ekki í bæinn!) Fór með Sigg-fólkinu og honum Inga Birni sem er jú þessi fyrirtaks djammari, ef ekki hefði verið fyrir hann hefði Sigg-fólkið eflaust dregið mig heim um 2-leytið... Byrjuðum í partíi í gulu húsi í Þingholtunum, fórum svo á Vegamót en vorum því miður ekki nógu lengi þar til að geta stúderað kókaínneyslu bimbóanna nógu vel. AÐVÖRUN: ekki smakka Vatnsmelónu Breezer eða hvað þessi baneitraði eldrauði drykkur hét! Jæja fórum svo á Kaffibarinn og spókuðum okkur með elítunni, næst var það Grand rokk, Kaffi List og svo tókst okkur Inga Birni að draga eftirstöðvarnar á 22 (Sigga á Grand rokk og var send heim ). Þar var gaman eins og alltaf, ekki einleikið hvað þessi staður er endalaust skemmtilegur og múzikin einfaldlega gerist ekki betri! Þannig að þetta djamm mundi flokkast undir það sem við köllum Uptown-djamm. Álpuðumst reyndar inn á einhvern nýjan sorastað í Hafnarstræti (staðsetningin segir allt) á leið okkar á Nonna-bita. Þar hafiði þetta djamm í smáatriðum! Veit svo sem ekki afhverju ég er að skrifa þetta svona ítarlega þar sem þið lesendur voruð jú með mér, reyndar að vísu ekki Togga.

Talandi um sukk, fórum í ammæli hjá Tómasi í gær (merkilegt hvað maður lendir oft í því að fara í barnaafmæli daginn eftir djamm) og eins og við var búist tapaði mágkonan sér í kökubaxtri (þrátt fyrir mígreniskast) og lagði átakið mitt þessa vikuna í rúst! Ekki lítið sem hún þarf að hafa á samviskunni. Jæja kannski meira sjálfri mér að kenna. Fyrirtaks helgi! Amen!

19. mars 2004

Hún á afmæl'í dag..
Þessi síða mín á eins mánaðar afmæli í dag. Það held ég að verði að teljast býsna hár aldur miðað við að ekki hefði mér dottið í hug að ég nennti að halda þessu gangandi svona upp á dag nánast. Engin ritstífla að angra mig og ekki neitt. Tóm ánægja. Ef þetta er ekki ástæða til að lyfta sér upp um helgina þá veit ég ekki hvað.

P.s. Ég fékk ekki miða á Damien Rice.
Góða helgi annars fólk.

lalalalalalala

Í útvarpinu akkúrat núna er verið að spila nýtt lag með Bogomil Font. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema ef ekki væri fyrir það að textinn er eitthvað kunnuglegur. Þetta er svona nett swing lag í Bogomils anda en lína sem hann endurtekur svolítið oft er; "ertu þá farin... ertu þá farin frá mér..." Hmmmm er þetta ekki þarna hvað þeir hétu aftur þarna skrýtnustrákadansiballabandið frá Selfossi... æji, skíta-eitthvað, man ekki alveg... Allavega, þetta er næstum því jafn skemmtilegt og þegar Raggi Bjarna tók Smells like teen spirit!

Betl á vefnum

Ég náði ekki í miða á Damien Rice um daginn en maður gerir ýmislegt til að redda sér, sjálfsbjargarviðleitnin er einmitt til þess gerð að nota í svona tilfellum. Poppland á Rás 2 er með svona smá leik á netinu sem snýst um það að maður á að tjá sig um hve heitt maður þráir að fá miða og mín hripaði niður nokkur orð og sendi inn:

Dags: 19.03.2004
Skilaboð: Kæri sir Óli Palli og þegnar popplands ,
Jú mikið rétt mig langar í miða, og það mjög mikið. Um daginn þegar miðasalan hófst komst ég ekki að kaupa miða en ætlaði að skokka niður í Skífu strax árla morguns daginn eftir og næla mér í eins og tvo miða... en hvað? Um það leyti sem ég er að búa mig undir brottför og alveg komin í gírinn að hlýða á hinn angurværa Damien Rice á Nasa, berst mér til eyrna að um kvöldið hafi miðarnir selst upp!!! Og ég varð miður mín, ef ég hefði bara sent einhvern fyrir mig deginum áður :( Það væri unaðslegt ef þið gætuð séð af miða fyrir mig og minn ektamann svo við gætum farið og látið sælustrauma líða eftir mænunni við hina ljúfu tóna Damiens. Ef ekki mundi diskurinn líka koma í góðar þarfir.
Með fyrirfram þökk,
Nafn: Alrep Hvarsemerovitczh
Staður: Mosfellsbæ / Ísland
Netfang: drottinn@himininn.is
Vefsíða: hvarsemer.blogspot.com

Haldiði að þetta reddi mér ekki örugglega miða??

18. mars 2004

Ofbeldisfullar kvensur á Breiðvangi

Jedúdda mía, eru ekki bara Violent Femmes á leiðinni á klakann á sumardaginn fyrsta og spila á þeim alræmda skemmtistað Broadway! Nú fer þetta tónleikahald allt saman sennilega að komast á það stig að einhverjir fara að tapa á þessu, það er ekki endalaust hægt að flytja inn bönd er það nokkuð? Þar sem það kostar vanalega á fimmta þúsund á einn tónleik fyrir eitt fólk þarf mannskapurinn að velja og hafna og einhverjir tónleikahaldarar eiga þá sennilega eftir að tapa á ævintýrinu sínu. Nema eftirspurnin sé þeim mun meiri, Íslendingar eru nottla tónleikaóðir, það er löngu orðið ljóst.

Allavega, árið '97 (almáttugur... 7 ár síðan) þá vorum við Árný vinkona að vinna saman í bakaríinu út á Nesi og gerðum lítið annað þess utan en að halda partí og djamma og hlustuðum einmitt mikið á áðurnefnda hljómsveit Violent Femmes og höfðum gaman af. Gamanið var meira að segja það mikið að við vorum komnar langt með að skipuleggja ferð til London til að sjá VF með eigin augum. Ég hugsa að það eina sem við áttum eftir að gera var að borga blessaða ferðina, ætli bremsupípið hafi ekki átt sinn hlut í því hví það var ekki gert, eða sú staðreynd að allir okkar peningar fóru í djamm og trall og við vorum ekki alveg það fjáðar að geta látið þessa reisu verða að veruleika. Nú ætti ég eiginlega að reyna að draga hina hvolpafullu Árnýju með mér á þessa tónleika þó ekki væri nema bara fyrir það að geta látið gamlan draum rætast fyrir 10 sinnum lægri upphæð en hin reisan okkar hefði kostað.

Talandi um að vera hvolpafull. Árið 2000 ætluðum við Árný einmitt að fara á Hróarskeldu en það sem kom í veg fyrir það í það skiptið var að ég uppgvötvaði um svipað leyti og sú reisa átti að frágangast að ég sjálf var orðin hvolpafull, litli píp var sem sagt kominn undir. Þannig að ég af mínum gunguskap vildi síður fara á Hróarskeldu með aukamanneskju með mér sem hafði engan atkvæðisrétt, þannig að ég datt út úr því dæmi en hún Árný lét það ekki stoppa sig og fór með annari vinkonu sinni á hátíðina. Annars missti ég ekki af svo miklu þetta árið því þetta var hátíðin þegar Pearl Jam aðdáendur létu lífið nokkrir vegna troðnings og hátíðin varð víst hálf vandræðaleg eftir það. Það er spurning hvort ég hefði þá orðið að Perlusultu (Pearl Jam) ef ég hefði farið. Nei maður má ekki grínast með hvað sem er. Biðst forláts! Skamm!

P.s. Samkvæmt upplýsingum úr innsta hring hefur Útvarpsráð, í samráði við dagskrárstjóra RÚV, fyrirskipað að MR skuli tapa í viðureign kvöldsins í Gettu betur; þar sem áhorf þessa áður vinsæla dagskrárliðar hefur hríðfallið vegna óslitinnar sigurgöngu MR-liðsins í kepninni síðan elstu börn muna... Sanniði til!

17. mars 2004

Vorið er komið!

Jú víst, ég fullyrði að vorið sé komið og mér er alveg sama hvað hver segir! Þegar maður er farinn að grilla og spóka sig úti í sólinni er komið vor. Svo á laugardaginn er vorjafndægur þannig að þá er opinberlega og löglega komið vor. Sumardagurinn fyrsti er hins vegar ekki fyrr en 22. apríl og þá verður komið sumar sama hvað hver segir! Ég ætla í skrúðgöngu þá, í stuttbuxum og stuttermabol sama hvernig veðrið verður. Dagatalið segir að þá byrji sumarið og aldrei lýgur dagatalið. Dagatal sem slíkt hlýtur að teljast opinbert og lögformlegt plagg sem gerir aldrei feil þannig að allt mitt traust legg ég nú á blessað dagatalið og að það fari ekki með einhverjar fleipur.

Við grilluðum í gær í SÓLinni, fórum í SÓLarsali (Kóp) með SÓLgleraugu og í SÓLskinsskapi að sjálfsögðu með SÓLheimaglott á vör þannig að eins og áður sagði bendir allt til þess að vorið sé komið... loxins! Búinn að vera langur og strangur vetur og ég er mjög fegin að geta farið að tala um hann í þátíð! GLEÐILEGT VOR!!!

P.s. Einhver gæti haldið að mitt andlega ástand stjórnist af veðrinu og ég vil bara árétta það að það er hárrétt!

Jeminn einasti...

Hvernig verður jarðarförin mín?
Username
You will die by:You body was found mangled in a brutal death from an insane lover or jealous significate other.The murderer was sentenced to death row but the chair or gas was too good for them. They sowed you up in a bag and tossed you in your casket, It's a closed case unless your friends and family want to be sick.
Death Date:February 18, 2022
Number attending your funeral?44
How much will you leave to friends and family?$3,205,624

Ekki er það fallegt nei. Maður þarf bara að fara að kveðja fólk hvað á hverju. En nóg verður svo sem til af peningum eftir mig...

Múhahahahaha :D

Hvernig verður jarðarförin mín?
Username
You will die by:You always were kinky in your sex life and took it just a bit to far. You died over doing breath control, blood play, or some other strange kink.
Death Date:February 8, 2020
Number attending your funeral?124
How much will you leave to friends and family?$49,026

Pípið verður semsagt farinn á undan mér og á þennan heldur betur fjöruga hátt, honum líkt. Miklu fleiri vinir hjá honum og miklu minni peningar... Hmm hvort skyldi nú skipta meira máli?

16. mars 2004

Óvenjulegur vinnudagur

Það er alveg sérdeilis skemmtilegt að vera með litla píp með sér í vinnunni. Hann er eitthvað lítill í sér af því að hann var hjá lækninum í morgun þannig að hann var bara sóttur á leikskólann og er í góðum fíling í vinnunni hjá mömmu sinni, að kubba og lita og syngja; sem er jú eiginlega skemmtilegasti parturinn... Maður er að hringja ægilega virðulegt símtal fyrir hönd síns fyrirtækis og þá heyrist í bakgrunninum gulurrauðurgrænn&blár sungið hástöfum eða það heyrist í litla manninum: "mamma vittuhjáppamjeraðkubbahund". Þetta er heldur en ekki fín aðferð til að brjóta upp vinnudaginn og svo er ekki laust við að þetta hafi góð áhrif á samstarfsfólkið, allir brosa allt í einu ægilega mikið. Kannski maður komi bara með stubbinn með sér reglulega. Komi honum jafnvel bara á launaskrá líka...

Rosalega eru þið lesendur (báðir 4) annars latir við að tjá ykkur þessa dagana.

Kannast einhver við manninn?

Hmm hver skyldi þetta nú vera?

15. mars 2004

hihihihi...


Vor í lofti

Mikið er nú agaleg blíða úti, sól og lítið um ský. Maður gæti farið að halda að vorið sé komið... næstum því. Betra er þó að hafa hugfast það sem við sögðum alltaf í sveitinni í gamla daga; "Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði". Mikil speki... ja seisei.

Ég lít nú samt ekki alveg svona druslulega út er það?




Which 1990's Subculture Do You Belong To?

14. mars 2004

Hamagangur á Hóli

Jæja, á laugardaginn fórum við í jeppaferð, alls 4 jeppar og 8 manns. Upphaflega planið var að kíkja upp á Langjökul og tæta aðeins um allt þar. Veðrið var alveg ágætt þegar við lögðum af stað en þegar við vorum að nálgast hlíðar jökulsins var kominn blindbylur og fínerí þannig að við ákváðum að vera skynsöm, aldrei þessu vant, og geyma jökulinn aðeins og kíkja frekar Kaldadalinn og upp á Skjaldbreið.

Jú og það gerðum við og náðum upp á Skjaldbreið (Mount Broadshield) en þar var skyggni ekki neitt því miður, það hefði ekki verið amalegt að horfa yfir allt nágrennið úr 1.048 metra hæð! Festum okkur hér og þar eins og lög gera ráð fyrir, það er að segja þunglamalegu 4-runnerarnir þrír en litla Súkkan dró okkur upp hvað eftir annað (enda tonni léttari). Þegar við komum niður var farið að rökkva og við fylgdum þarna einhverjum slóða sem samkvæmt GPS-tækinu átti að leiða okkur inn á veg til byggða. Náðum ekki inn á track sem var í GPS-tækinu vegna snjóleysis (stórgrýtt og leiðindi) þannig að við létum slóðann duga. Sífellt varð dimmara og dimmara og bensínbyrgðirnar minnkuðu ískyggilega og aldrei sáum við neinn veg...

Undir miðnætti sáum við fram á að við færum ekki lengra vegna þess að slóðinn sem við vorum á endaði ofan í vatni!!!! Og ekkert sáum við nema stjörnurnar og norðurljósin þannig að það eina sem hægt var í stöðunni var að fara til baka á stað þar sem fullt GSM-samband var og hringja í vini og vandamenn og láta vita af okkur. Sem betur fer var litli píp ekki með; í góðum fíling hjá ömmu og afa.

Við vorum semsagt nánast bensínlaus og villt... vorum ekki með það á hreinu hvar við vorum þó við hefðum óljósan grun um það. Pípið hringdi í flubbamáginn og sagði þessa fleygu setningu; “Heyrðu ef ég gef þér upp svona tölur... geturðu þá sagt mér hvar við erum?”. Og jú hann gat sagt okkur það og þá fengum við að vita að við vorum örfáa kílómetra hjá Þingvöllum og hinum megin við vatnið var Kaldadalsvegurinn. Vegna myrkurs og bensínleysis ákváðum við að leggja okkur þarna fram að birtingu (u.þ.b. 4 tíma) þar sem það hafði ekkert upp á sig að reyna neitt í myrkrinu. Elsta píp og flubbinn ætluðu svo að koma á móti okkur í birtingu með bensín.

Nóttin var köld en við erum jú orðin svo útivistarvön að að sjálfsögðu voru svefnpokarnir með og nóg var af mat þannig að okkur skorti ekki neitt, nema jú áðurnefnt smáatriði; bensín! Vöknuðum um sjö og um átta-leytið sáum við björgunargengið hinu megin við vatnið og fyrst sýndist okkur að við kæmumst aldrei yfir það á bílunum (vatnið er vanalega miklu minna en vegna rigninganna og leysinganna fékk það þetta mikilmennskubrjálæði og breiddi úr sér út um allt). Dekk sprakk á Súkkunni og að auki bjuggumst við við því á hverri sekúndu að bensínið kláraðist en viti menn... allt í einu sáum við leið sem við komumst (meðfram vatninu og að hluta til í vatninu) og bjargararnir komu á móti okkur þannig að þrem mínútum eftir að við vorum að tala um að nálgast bensínið gangandi, og reyna að keyra til baka og inn á Hlöðufellsslóðann, vorum við komin með bensín á bílana og á leiðinni til byggða.

Bílarnir voru allir skítugri en allt skítugt, maður þurfti að leita að hurðaopnaranum. Það verður að segjast eins og er að þetta var afskaplega óþægileg tilfinning sem maður fékk þarna um nóttina að vita ekki hvar maður var, vera nánast bensínlaus og þurfa að sofa í köldum bílnum. Klukkan 11 komum við svo heim eftir 26 tíma jeppaferð, almennileg ferð það. Og ef þetta var ekki hressandi veit ég ekki hvað!

12. mars 2004

Perla og Alrep

Ég er farin að halda að Monican í mér sé að taka yfirhöndina í lífi mínu með öllu sínu skipulagsbrjálæði. Ekki nóg með að ég sé búin að taka geymsluna alveg í gegn með þvílíku skipulagi og taka alla skápa í íbúðinni líka í gegn, heldur tók ég mig til og skrifaði niður á miða allar gerðir og stærðir og styrkleika ljósapera sem við notum á heimilinu! Það gerði ég nú samt bara af þeirri einföldu ástæðu að við keyptum alltaf vitlausar perur og eigum fullt af perum sem við getum ekki eða komum ekki til með að nota.

Allavega ég er farin að hafa áhyggjur af því að ég sé að verða aðeins of rúðustrikuð með aldrinum... það þarf allt orðið að vera svo skipulagt, samt aðallega það sem snýr að heimilinu! Sem er svolítið asnalegt af því að í eðli mínu er ég frekar spontant... samanber Kenyaferð og Spánarferð, og innst inni leiðist mér of mikið skipulag og er frekar í því að stökkva á tækifæri sem gefast og vitleysast eitthvað. Kannski er ég að verða tvískiptur persónuleiki!!! Eða kannski er þetta bara passleg blanda: Skipulögð ævintýramanneskja! Þá gerir maður kannski enga vitleysu á meðan...

P.s. Mikið rosalega er Danska lagið með Bítlavinafélaginu ennþá skemmtilegt lag og eldist vel! Heyrði það í úbartinu áðan og var alveg að fíla það.

11. mars 2004



Þessi plata og þessi söngkona eru frá himnaríki!

Ég er ekki frá því að ég hafi séð fyrirbæri sem kallaðist fyrr á öldum SÓL gægjast fram úr skýjunum áðan... þori samt ekki að hengja mig upp á það og satt að segja er ég nokk viss um að þetta hafi verið einhver röng taugaboð í hausnum á mér. Tengingarnar eitthvað að klikka bara sennilega.

10. mars 2004

Góðverk dagsins

Maður er alltaf að velta fyrir sér hvernig maður geti nú látið gott af sér leiða og mann hefur alltaf langað til að gera öðrum í heiminum eitthvað gott, sérstaklega þeim sem minna mega sín; eitthvað sem hugsanlega gæti bætt líf þeirra eða gert líf þeirra ánægjulegra. Oftast bara veit maður ekki hvernig eða hvað maður á að gera. Fékk svo þennan póst á mailið mitt í vinnunni og viti menn; þetta er allavega ein leið til að gera mannkyninu gott:

"Öðruvísi sögur, ljóð og greinar á netsaga.is
Gerðu mannkyni þann greiða að segja öllum vinum og ættingjum frá netsögu,
takk
"

Skoh, flóknara var það ekki og ég get sofið róleg í nótt.

hmmmm...

I am the Master of the Universe!
Magister Mundi sum!
"I am the Master of the Universe!"
You are full of yourself, but you're so cool you
probably deserve to be. Rock on.

Which Weird Latin Phrase Are You?

9. mars 2004

Vel byrjar það :/

Átakið mitt farið fyrir lítið þennan daginn!!! Einn í vinnunni á ammæli og kom með þessa svakalegu Hnallþóru og hún var svo girnileg að ég gat bara ekki hamið mig! Stenst allt nema freistingar! Ég bara má til með að deila þessari dásemd með þér og ætla að lýsa kökunni hér og nú, svona fyrst þú hefur ekkert þarfara að gera en að lesa þetta. Mæli samt með því að þú náir þér í tissjú svona ef munnvatnskirtlarnir verða pínu ofvirkir. Og hefst þá lesningin: Neðst var dúnamjúkur súkkulaðibotn, svo rjómi, dökkur marengsbotn, svo rjómi, dökkur marengsbotn, svo rjómi, mulinn marengsbotn, karmellusósa (eðal), súkkulaðisósa (eðal) og jarðarber! Svakaleg alveg... Ég nagaði hana og nú nagar samviskubitið mig. En það góða er að ég fékk mér bara eina (stóra) sneið þannig að staðan gæti verið verri. Eftir stendur nú samt að sjálfstjórn mín er ekki uppá marga fiska.

Alrep í átaki...

Það er pínu gaman að vera í átaki og vera síétandi með góðri samvisku. Ég ætla nefnilega að taka þetta eins og maður á að taka þetta, þ.e.a.s. borða 6 sinnum á dag. Að vísu bara smotterí í einu en það er bara fínt, maður nær ekki að verða svangur á milli og svona. Mér skilst að það sé víst ekkert voðalega hollt að borða eina litla skyrdós yfir allan daginn og borða svo eins og togarasjómaður á kvöldin... aldeilis varð ég nú hlessa við að heyra það. En ég verð að segja eins og er að núna verandi búin með 3 "máltíðir" er ég bara nokkuð södd og mett og er kannski ekki alveg klár í að borða meira eftir hálftíma... samt er ég bara að borða einn banana eða hálft rúnstykki eða ekkva álíka í hvert skipti. En þetta á eftir að komast upp í vana eins og allt annað. Já það er svona ægilega gaman að þessu!

8. mars 2004

Stóri dagurinn runninn upp


Jæja í dag er fyrsti dagurinn af restinni af lífi mínu! Hmmm, kannski ekki alveg svona dramatískt en engu að síður... átakið mitt byrjar í dag. Ekkert kaffi í morgun, vatnið á að koma í staðinn (ekki það að kaffidrykkjan hafi verið óhófleg, síður en svo). Svo verður það meira og minna hollustufæði, eða við skulum segja hollara fæði en hingað til. Helgin hjá mér var eins og hjá alka sem er á leiðinni á Vog. Troðið í sig svo maður stóð á blístri (hei hvað á maður annað að gera í rigningu dauðans? Fara á brúðkaupssýningunajá???) og það var sko ekkert verið að hugsa um hollustuna. Ó nei held nú síður. Strax eftir vinnu er það svo hopp og hí í klukkutíma, það ætti nú að vera auðvelt og gaman. Upplífgandi allavega.

Múúhaha... ég ber ábyrgð á auglýsingum vinnustaðar míns í fylgiblaði Morgunblaðsins í dag og einnig í sama blaði Fréttablaðsins! Hversu áhugavert er það, ég bara spyr!!! Það er ekkert smáræði sem manni er treyst fyrir!

Simple pleasure for simple mind...

7. mars 2004

Smáálfar í Hafnarfirði

Hjúkk þarf ekki að fara á Hróarskeldu! Pixies ætla að koma til mín og taka nokkra schlagara fyrir mig í Kaplakrika í maí. Þvílíkur léttir! Það hefði verið alveg agalegt að þurfa að fara alla leið til Danmerkur og þurfa að drekka fullt af Tuborg og hlusta á fullt af misrosalegagóðum hljómsveitum í sól og sumri... nei þá fer ég frekar bara með strætó 140 í Hafnarfjörðinn, tjalda á fótboltavellinum og trítla mér inn á eitt stykki tónleika.

En er það ekki annars bara málið að búa til sitt eigið tónlistarfestival í sumar... Nú er svo mikið að gerast í tónleikahaldi í sumar að eiginlega ætti maður bara að koma upp tjaldbúðum miðsvæðis og flakka svo á milli tónleika... Kraftwerk, Pixies, KoRn, Incubus og Placebo; að ógleymdum The White Stripes sem ég er nokk viss um að komi á árinu þó ekki sé komin nein staðfesting á því. Æ ég veit ekki, kannski verður maður kominn með pínu leið á að búa í tjaldi frá maí fram í júlí... fyrir utan að þetta væri fjórfaldur Hróarskeldu-kostnaður og svo langar mig þar að auki ekkert það brjálæðislega til að sjá allar hljómsveitirnar, Smáálfarnir og Hvítu Rendurnar væru eiginlega alveg nóg fyrir mig . Kannski maður skelli sér þá bara eftir allt saman til baunalands...

5. mars 2004

sjálfhverf samhverfa

Mikið er þetta blogg-dæmi annars sjálfhverft fyrirbæri!
Þá eru nú samhverfur skemmtilegri:

Mun sá Arabi ná ló í nál? Nei, en lán í óláni, bara ásnum
Amma sá afa káfa af ákafa á Samma
rassakappapappakassar

Skemmtilega staðreynd dagsins:
Það er föstudagur í dag!

Ósvífnir vírusar

Manni getur nú sárnað. Nú er einhver ægileg gósentíð hjá vírusum þessa heims þannig að maður er bara í því að eyða einhverjum tugum sýktra pósta út á dag í vinnunni. En það sem brýtur svona litla sál eins og mína niður er að í Subject-línunni á þeim stendur: "You are an idiot!" og eitthvað álíka... Ég er bara svo viðkvæm að ég er eiginlega að missa alla trú á sjálfri mér eftir svona athugasemdir 40 sinnum á dag. Sko... það er eitt að ætla sér að brjóta tölvuna mína niður en að vera svona ægilega útsmoginn vírus og brjóta eigandann niður í leiðinni er kannski fullmikið af því góða...

Reyndar þegar maður fer að spá í það þá nálgast þetta algjöra snilld að vírustölvutæknin í dag geti virkilega stílað inn á að ná bæði til persónulegu hliðarinnar og tæknilegu hliðarinnar hjá tölvueigendum... Kannski ætti maður bara hrósa þessum þrjótum í staðin fyrir að skamma þá! Og þó... ég held ekki.

4. mars 2004

Landafræði 102


Fram og aftur og aftur...

Hvað er málið með að hið svokallaða fótboltafélag Fram elti mig á röndum hvar sem ég bý og hvert sem ég flyt??

Sko... ólst upp í Valshverfi, með Fram sem "ínæstahverfiviðhliðina" leiðinda nágrannalið, æ þið vitið þessi ofureðlilegi millihverfarígur. Svo flyt ég langt í burtu, upp í sveit hálfa leið upp á Esju og hvað gerist þá?!?!? Nú Fram á að flytja í Úlfarsfellið! Í nýja hverfið sem á að koma undir Úlfarsfelli! Og hvað þá.... Fram orðnir nágrannar mínir aftur! Og ég sit ennþá uppi með þá sem næstahverfislið! Þetta er nú varla á mann leggjandi... ha er það nokkuð?

En ég prísa mig nú samt sæla með að KR flutti ekki í Úlfarsfellið...

Skrýtna staðreynd dagsins:
Ég er með málverk eftir Fjölni Þorgeirsson uppá vegg hjá mér...

3. mars 2004

Strumpur marsmánaðar...

...er: Agnetha Fältskog!

Agnetha brosir í gegnum tárin :')

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á Kaffivagninum þann 3.3.04 og eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var við það tilefni er Agnetha alveg himinlifandi með nafnbótina enda vel að henni komin.

2. mars 2004

Sólríkur rigningardagur :)

Hérna á hægri kantinn er komin afmælisdagbók sem ÞÚ ert vinsamlegast beðin/n um að skrá þig í til að ég muni nú afmælisdaginn þinn... hahumm það væri hrikalegt ef ég mundi nú gleyma ammælisdeginum þínum!!! Reyndar heldur pípið því fram að minni mitt á afmælisdaga sé "mjög síkópatískt" (bein tilvitnun) sem þýðir væntanlega að ammælisminnið mitt sé nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf! Veit ekki til hvers ég er þá með þessa ammælisdagbók en jæja... gaman að þessu samt.

Skemmtilega staðreynd dagsins:
Perla - Overall 715th most popular girls name amongst BirthdayAlarm.

Þrátt fyrir veðurham dagsins þá var þetta bara nokkuð góður dagur, eða getur maður ekki annars sagt að dagurinn þegar maður fær, ja við skulum segja MJÖG ríflega, launahækkun sé góður dagur?!?!?!?!? Ég bara spyr! Var kölluð inn til bossins í dag og vissi satt að segja ekki hverju ég ætti von á en haldiði ekki bara að hann hafi sagt við mig að þeir væru mjög mjög mjög ánægðir með mig (bein tilvitnun)! Og voru barasta tilbúnir að hækka launin mín slatta mikið... Maður bara má til að monta sig aðeins . Hamingjuóskir óskast sendar hingað.

Til að halda upp á þetta ákvað ég að skrá mig í heilsuátak fyrir sumarið, það þýðir sko ekkert annað en að vera í toppformi í sumar... verandi ætlandi að labba eins og Reynir Pétur um allt land, Fimmvörðuháls og fleira. 8 vikna átak með hoppi og skoppi þrisvar í viku, ráðgjöf, fyrirlestur, þrekpróf og alls konar mælingar og pælingar. Og ekki má gleyma vatnsbrúsanum!!! Það er sko algjörlega kominn tími til að koma sér uppúr þessi vetrarsleni og hana nú! Skál!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats