30. desember 2006

Ritstjóra síðunnar hafa borist kvartanir vegna 111. meðferðar á þriðja afkvæmi okkar píps varðandi jólakortin í ár. Þykir einhverjum útí hött að einungis tveir yngri bræðurnir hafi verið myndaðir fyrir jólakortin og að í ofanálag sé ekki svo mikið sem minnst á þann elsta í kortinu. Þessi elsti sonur okkar, sem eins og kunnugt er, er af tegundinni halanegri (einnig þekkt sem hottintotti) og býr aðallega í kústaskáp heimilisins (þegar hann er ekki að þræla fyrir okkur hin á heimilinu) og hefur það meðal annars að markmiði að verða leðurblaka uppi á himnum þegar hann klárar lífin sín 9. Vegna þessara kvartana tók hann til sinna ráða og lét mynda sig í bak og fyrir og útbjó þetta fína kort sem hann ætlar bara að birta hérna á netinu þannig að hann er faktískt að óska ykkur öllum ánægjulegra stunda. Heppin þið. Því miður er ekkert til í okkar myndaforritum sem heitir Green Eye Removal þannig að við gátum lítið gert í þessum sjálflýsandi augum en þau virðast fylgja þessum kynþætti.

Gerðu svo vel herra Bjartur Sambó, þínar 15 mínútur af frægð: (það má smella á kortið til að skoða stærri útgáfu af því en það er þó alfarið á lesandans eigin ábyrgð.)


Til að fyrirbyggja allan miskilning viljum við benda á að Bjartur er síður en svo rasistískur að upplagi þó hann noti þessi orð um sjálfan sig og er orðavalið hans en ekki ritstjórnarinnar.

14. desember 2006


Könnun daxins

Hvort er jólagjöfin í ár?
Stiklur (DVD)
Út og suður (DVD/VHS)

  

Nánari upplýsingar hér.

Erfitt val ha? Ef þú getur ómögulega ákveðið þig færðu bara hann Billy.

3. desember 2006


Montmontmonthænumont!

Haldiði að heimavinnandi húsmóðirin í fæðingarorlofinu hafi ekki bara slökkt á you tube eitt augnablik og tekið sig til og BAKAÐ aðventukrans:


Með þessum líka fína árangri þó hún segi sjálf frá! Hann er heilir 30 cm í þvermál og alles. Vantaði einhverja uppskrift til að baka eftir og og fann þessa fínu fléttubrauðsuppskrift sem heitir reyndar Challah og er Sabbatsbrauð (hvíldardagsbrauð) gyðinga sem mér þykir reyndar alveg dæmalaust vel við hæfi.
Er ekki tilgangur jólanna einmitt sá að allir séu vinir og það allt. Þó mér finnist gyðingar oft ekki sérlega merkilegur pappír, allavega þeir sem í Ísrael búa (já ég veit maður má ekki rugla saman trúarbrögðunum sem slíkum og Ísraelsstjórn), þó ég segi það náttúrulega ekki upphátt enda ekki fordómafull manneskja nema gagnvart þeim sem ég fyrirlít, þá er þetta þó viðleitni í áttina að því að blanda trúarbrögðunum saman og láta þau bakast í sátt og samlyndi! Já já bla bla. Ég er allavega ýkt ánægð með fína kransinn minn :) Gleðilega aðventu.

1. desember 2006


You Tube (jútjúp.kom) þykir mér alveg stórkemmtileg uppfinning og þar gæti maður eytt heilu fæðingarorlofi ef manni sýndist sem svo eða ætti barn sem bara svæfi og sæji um sig sjálft (sem ég á ekki! nota bene - án þess að ég sé að halda því fram að hann Kári minn sé einhver vindbelgur). Þar kennir ýmissa grasa og hægt er að rekast á þau ófá gullkornin eins og til dæmis þessa tímalausu snilld úr Wild at heart:



Já það fer ekki hver sem er í bomsurnar hans Elvisar. Ætli Nikki (Nicholas Cage - sá í snákaskinnsjakkanum) hafi ekki einmitt heillað Lísu Maríu Elvisdóttur með nákvæmlega þessum töktum og kannski losnað við hana með einmitt sömu töktum (hver vill giftast kalli sem er með pabba manns á heilanum eins og áðurnefndur Nikki í búri ku vera). Maður spyr sig.
Hér var að fæðast hugmynd... Væri ekki snilld að gefa píp snákaskinnsjakka í jólagjöf??? Kábojastígvél í ammælisgjöf síðast og snákaskinnsjakki núna. Fá Toggu til að vippa sér útí eyðimörkina og snúa einn eða tvo orma af stærri gerðinni úr hálsliðnum og smygla þeim með Íslands! Og sníða fallegt fat úr þeim. Þar með komin ástæða fyrir Toggu að koma heim um jólin!!! Hana vantaði bara þetta, nógu góða ástæðu! Eða kannski væri ráð að sleppa því að gera píp meira áberandi. Það er ekki eins og glókollurinn standi ekki alltaf upp úr í mannþröng. En fá Toggu samt heim! Já hiphiphúrra!

En aftur að You Tube: Hér er stórskemmtilegt íslenskt brot af styttri gerðinni en hlutfallslega drepfyndið (allavega ef maður man eftir myndinni, en fyrir þá sem ekki muna snérist hún að miklu leyti um fjarstýringu og gullfiska) og hér eru breskir endemis snillingar á ferð! Á ekki von á því að þeir sem eru búsettir vinstra megin við Atlantshafið kannist við þessa gaura þar sem þeir þykja eflaust full vondir við "minnihlutahópa" og gætu jafnvel stofnað þjóðaröryggi í hættu með sínum húmor. Frrrrábært atriði alveg hreint.

Gæti bent ykkur á fullt af flottum atriðum öðrum en þá yrði þetta önnur linka-færsla dauðans...
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats