29. maí 2006


"Kosningakvöldið og Júróvisjonkvöldið áttu það sameiginlegt að þeir sem unnu voru meikuð skrímsli með hárkollu!"

Er ennþá með hiksta af hlátri eftir að hafa lesið blogg dr. Gunna þar sem hann einmitt bendir á þessa staðreynd. Jesús minn eini hvað þetta er satt. Úffff... hikst.

Mér finnst einmitt að ef Villi viðutan verður borgarstjóri eigi hans fyrsta embættisverk að vera að taka ofan kolluna og koma til dyranna eins og hann er klæddur þó fyrr hefði verið. Hætta þessari minnimáttarkennd bara. Hann hefur engu að tapa, loksins búinn að landa embættinu sem hann hefur beðið þolinmóður eftir í 73 ár og kominn með kellingu upp á arminn og svona. Niður með kolluna núna! Bara okkar á milli Villi minn, þá sá Ingibjörg Sólrún til dæmis ekki ástæðu til þess að vera með kollu þegar hún var borgarstjóri þó eitthvað væri hárið á henni farið að þynnast. Villi, ekki vera minni maður en Ingibjörg, sýndu okkur þitt rétta andlit!
Held að allar netasokkabuxur í 25 mm möskvastærð séu algjörlega uppseldar í landinu, framsóknarmenn eru búnir að kaupa lagerinn upp og eru í þessum töluðu á götuhornum útum allt land að bjóða sig fala. Það sorglega er að það virðist einhver virkilega líta við þessum grænu portmönnum og taka þá uppí. Bjakkkk....

Er ég farin að tala bara um blóm og pólitík á þessari síðu?
Svei ykkur hormónamormónar!

Þeir (hormónarnir) létu mig líka hlæja að þessu...

22. maí 2006


Ætti maður að selja íbúðina og kaupa á svipaðan pening "reisulegt einbýlishús í sveitasælunni" fyrir ört stækkandi fjölskyldu? Kaupa svo auka land og byrja að rækta upp sólblómaakurinn og vínekruna...
Píp fjölskylda, vissuð þið af þessu?

18. maí 2006


Þessi vika og sú næsta flokkast undir svona "stigmagnandi-spenna"vikur. Það sem af er þessari viku hefur þjóðin smátt og smátt verið að byggja upp stemmingu fyrir júróvisjon og í næstu viku verður ekki þverfótandi fyrir kosningaáróðri vegna borgar-bæjar-sveita-stjórnakosninganna um þarnæstu helgi.

Ég held að þessar vikur verði ekki svo ósvipaðar í meginatriðum þar sem báðar fara þær í að fylgjast með karakterum/fígúrum vekja á sér athygli sem mest þeir/þær mega með hinum ýmsu aðferðum hrópandi "Til hamingju Ísland (eða Fjarðarbyggð eða Borgarnes eða hvað það nú er)" og allir hrópa "É'ttla vinn'edda tremma í hel" og "ég er bestur og fallegastur - kjóstu mig! Hello is it God?". Úff það verður sennilega pínu erfitt að gera upp við sig hvaða fóní stjórnmálamann með loforð upp í ermunum á sér maður á að kjósa, manni finnst nefnilega á köflum karakterinn Silvíu Nótt lausari við tilgerð og yfirborðs-auglýsingamennsku-skrum heldur en Vilhjálmur, Dagur, BIngi og allir hinir photoshopuðu og ritskoðuðu PR-hönnuðu pólitíkusar. Eða svona næstum því...

Anyways.. Svona verður Silvía sennilega í kvöld og vonandi í næstu viku verður komið vídeó sem maður getur póstað af einhverjum frambjóðandanum að gleypa kanil eða að klifra upp Hallgrímskirkjuturn eða að missa niðrum sig buxurnar eða hvað sem þeim dettur í hug... Eða keyrandi á ljósastaura kannski!

15. maí 2006


Fékk sent athyglisvert ljóð í tölvupósti í dag.

Titill þess er:

{Spam?} Re: Your future., swimming pool

shearing punch coal cart barge course
apple-twig beetle squarroso-pinnatisect eye draft
all-drowsy saddle stirrup weasel spider
club wheat pre-enforcement cornstalk pine
Venetian point quasi-duplicate rat-deserted
Non-indian half-questioningly animal cracker
barber bug core wire cut-grass
what-you-may-call-it business life insurance crush zone.

Ljóði lokið.

Hressandi tilbreyting frá nígeríska skáldskapnum.

Skemmtilega knappur stíll á þessu ljóði og ekki laust við að hinn súrrealíski undirtónn í því veiti því aukna dýpt og virki krefjandi á þann sem les án þess þó að það verði of áleitið....

Geisp

...jamm jamm jamm jamm...

8. maí 2006


Æ ðeim er ekki viðbjargand'essum elskum.



Þetta á heldur betur eftir að bæta ímyndina.

Geirfugl & Framsóknarmaður = náskyldir furðufuglar sem voru einu sinni til...

4. maí 2006


Jack White er búinn að stofna nýtt band. Heyrði um daginn að hann hefði ákveðið að taka sér frí frá White Stripes vegna þess að hann og súpermódelseiginkonan hans, sem hann giftist í kanó á Amazonfljóti, séu að verða foreldrar. Svo liðu nokkrar vikur og þá heyrist að hann sé búinn að stofna nýtt band. Þetta gerist sennilega oft með feður í fæðingarorlofi, þeir fara að mála húsið, læra jóga eða stofna hljómsveit.
Nýja hljómsveitin heitir The Raconteurs og svona hljómar frumburðurinn. Hljómar ágætlega og alveg þess legt að hreiðra um sig á heilaberkinum á manni þannig að maður gauli "stedí as sí gós" í tíma og ótíma. Reyndar hefur hann það mikinn tíma aflögu að hann lét plata sig út í að semja fyrir kókauglýsingu... Sennilega til að fjármagna leikskóladvöl afkvæmisins eða eitthvað álíka.

The Stooges og Iggy Poppari voru með tónleika í Reykjavík en við skötuhjúin fórum ekki vegna þess að við vorum í svokölluðum umræðihópi um eðlilega meðgöngu og fæðingu.

Löng þögn!

HVAÐ GERIST EIGINLEGA Í LITLUM HAUS ÞEGAR MAÐUR VERÐUR ÓLÉTTUR???

Það var svosem alveg ágætt að fara í þennan umræðuhóp en Iggy hefði verið fljótur að stimpla samkomuna sem: No fun!
Æ hvað það hebbði nú verið gaman að kíkja á tónleikana.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats