24. febrúar 2007


Af ýmsu hef ég verið stolt um ævina;

mínum framúrskarandi og endalaust frábæru sonum,
mínum sérstalega hjartgóða og indæla sambýlismanni,
mínum bráðefnilega bróður sem varð 17 í gær,
hinum ýmsu fjölskyldumeðlimum og vinum við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina,
að hafa komið kettlingnum mínum til kattar (með örfáum geðveilum þó),
aðventukransinum mínum sem ég gerði um daginn

en sjaldan hef ég verið eins stolt og núna á þriðjudaginn þegar ég bjó til þetta:


















Og já við erum ennþá södd! jú Píp fékk líka að smakka...

P.s. potturinn er 10 lítra hið minnsta!

15. febrúar 2007


Voru ekki örugglega allir búnir að sjá Kára í Kastljósinu??? Ef ekki þá er tengillinn hér. Hann/við birtumst alveg í lokin, eftir 3 mín og 17 sek og feidum út og alles.

11. febrúar 2007


Píp orðinn þrítugur og nokkuð samur við sig bara. Á afmælisdaginn var hann reyndar ekki alveg eins og hann á að sér að vera. Hann var þó ágætlega hress þegar hann vaknaði en svo þegar leið á daginn var eins og hann yrði smátt og smátt leiðari og leiðari. Heyrði í honum í hádeginu og þá var eins og eitthvað hvíldi á honum og hljóðið í honum var ekki eins og það ætti að vera þegar maður á ammæli og er að éta hamborgara með vinnufélögunum. Hélt að veikindin sem hann var nýstaðinn upp úr væru að plaga hann og ef til vill hefði hann farið full fljótt af stað. Svo upp úr hádegi kom hann aðeins við heima og enn voru menn ekkert syngjandi kátir. Hann kláraði svo að vinna seinnipartinn og þá var staðan þannig að hann fann sig hreinlega knúinn til að leggja sig.
Æji er tilhugsunin um fertugsaldurinn alveg að fara með hann hugsaði ég. Hann náði að halda andlitinu á meðan fjölskyldan kom í mat og lék á als oddi og var alveg frámunalega kátur en þegar allir voru farnir helltist depurðin yfir hann. Þá sá ég að þetta gengi ekki svona og hélt fyrir hann fyrirlestur um að það væri nú ekki svo afleitt að verða þrítugur og það væri enginn ástæða til að vera svona dapur. Hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri nú ekki nema þrítugur og ætti, ef heppinn fylgir honum, nokkuð marga áratugi ólifaða. Jafnvel ætti hann 2/3 ævinnar eftir ef hann ætlaði sér að verða jafn langlífur og hún amma hans. Eitthvað var hann fjarlægur og þessi ræða virtist ekkert kæta hann, ef eitthvað var varð ég vör við smá snökt. Þá varð mér allri lokið og spurði hann hvort hann væri ekki nákvæmlega sami maðurinn og í gær, fyrradag og fyrir ári síðan. Þetta væri ekki svona agalega breyting og aldur væri afstætt hugtak.
Hann hristi hausinn, axlirnar á honum byrjuðu að skjálfa og hann kjökraði:
"Anna Nicole er dáin....." og flóðgáttirnar opnuðust.

9. febrúar 2007


Í dag er hinn stóri ÞRÍRNÚLL dagur hjá Píp. Ritstjórn síðunnar vill nota tækifærið og óska honum til hamingju með daginn með þökk fyrir innblástur í gegnum árin. Án hans fjallaði síðan sennilega um hitakærar örverur eða ensím, jafnvel kúmbalahúð og frangúlabörk.
Boðað verður til mikils fagnaðar síðar og verður sá atburður nánar auglýstur þegar þar að kemur.
Hvernig væri nú að senda kallinum skeyti annars?

1. febrúar 2007


Hér getur að líta tröllvaxið barn sem fæddist í Mexíkó og komst í heimsfréttirnar.
En maður spyr sig; Baby muy grande hvað????
Kári Fannar var 55 sm þegar hann fæddist og þessi ágæti RisaMexíkói líka!
Sá Mexíkóski var reyndar hausnum þyngri en Kári en hver er að telja...
Suður-Ameríkanar eru bara vanir fjaðurvigtar börnum greinilega.

Ísland stærst í heimi!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats