25. nóvember 2005


My cup of coffee...


Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Vá, svona netpróf eru stjörnuspá nútímans! Hvernig getur tölvan eiginlega vitað þetta um mig?? Verandi dagdrykkjumanneskja drekkandi tvo latte á dag, nema þegar ég drekk þrjá! Það er einmitt þá dagana sem löggan mundi taka mig fyrir akstur undir áhrifum, ef hún yrði á vegi mínum það er að segja! Augasteinarnir dragast saman, hjartslátturinn verður örari og allt það......

Talandi um kaffi!
Í hvert sinn sem ég sé strætó eða strætóskýli eða önnur auglýsingaskilti með þessu logo-i:



verður mér alltaf hugsað til þessa logo-s:



Fyrir utan að starbökks-logoið er vanalega grænt minnir hitt mig alltaf á það og ég verð öll hálf meyr og stend mig að hugljúfum hugsunum og rifja upp hið stutta ástarævintýri sem við starbökks áttum í sumar. Spurning um að sækja um innflytjendaleyfi eða atvinnuleyfi nema bæði þurfi til að geta fengið Starbucks heim. Koma af stað átaki kannski, landssöfnun og styrktartónleikum, til að maður geti skroppið út á næsta götuhorn og fengið sér kaffi á Starbucks endrum og eins, eða svona þrisvar á dag. Oftar telst nú varla hollt.

Þá hins vegar mundi útkoman verða einhver önnur í kaffiprófinu hér að ofan. Ég mundi sennilega koma út sem Frappuccino!

23. nóvember 2005


Jiii hvað það hlýtur að vera skemmtilegt að vinna hjá Actavis. Gaman að vinna á vinnustað þar sem alltaf er nóg um vera, fyrst þetta í gær og svo þetta í dag.

Tóm stemming.

21. nóvember 2005




Jessös hvað tónleikarnir voru hressandi og skemmtilegir í gær... Það fór vel á því að halda þá í íþróttahöll þar sem hljómsveitin telur aðeins tvö þannig að meðlimir þurfa að hafa keppnisskap og snerpu til að komast í gegnum prógrammið almennilega. 4 manna hljómsveitir eru augljóslega tímaskekkja hvað þá 5 manna! Þessi tvö jöfnuðust alveg á við 4 manna band. Alveg var magnað að horfa á Jack White skipta á milli allavega 4 gítara og píanós og hjómborðs og allskonar en keyra samt hvert lagið á fætur öðru án þess að draga andann á milli.
Gaman að fylgjast með honum taka upp einn gítarinn og svo bara "nei tek þennan frekar og spila bara eitthvað allt annað lag!" (gítararnir höfðu jú svona sitt sérsvið hver, blúsgítar, rafmagns, banjówannabe og soleis). Hann þurfti ekki einu sinni að ráðfæra sig við restina af bandinu því Meg var klár í hvað sem er missandi sig á trommunum og öðru slagverki.

EN HVERNIG ER HÆGT AÐ TAKA EKKI FELL IN LOVE WITH A GIRL???
Er ennþá í schjocki satt best að segja!!!
Ekki gátu þau afsakað sig með tímaskorti þar sem lagið er jú aðeins um það bil 110 sekúndur!
Jég á bara ekki til orð!
En þau tóku þó Jolene þannig að það bætir fyrir glappaskotið að einhverjum hluta!

4,5 strípur af 5 strípum mögulegum!

17. nóvember 2005


Við hjá hvarsemer áttum alltaf eftir að óska Toggunni til hamingju með nýja starfið! Nú er hún sennilega á síðustu metrunum í "gömlu" vinnunni, sem sagt að þjösnast um búðina í einhverjum Grinch-ham bölvandi jólakúlum og músastigum og teljandi niður dagana þar til Barbie-heimurinn tekur við. Loksins getur manneskjan farið að halda jól aftur án þess að fá kvíðakast eða lenda í andnauð bara við tilhugsunina.
Eins langar okkur að leggja til (..krefjast...!), að hún spreiji Cadillac-inn bleikan! Verandi ljóshærð, eigandi Cadillac, vinnandi í höfuðstöðvum Barbie, búandi í LA! Annað er nú bara ekki hægt! Svo mætti líka líma bómullarhnoðra á hana Tótu litlu, búa til smá kraga úr hnoðrum og skella nokkrum líka framan í hana og setja jafnvel einn hnoðra á dindilinn á henni þannig að hún verði ekta svona ja hvað skal segja frægafólkssmáhundsfylgihlutur... nema tsíváva séu heitustu smáhundarnir um þessar mundir?!? Skilst að Hilton-sorplýðurinn sé reyndar búinn að fá sér apa! Sækjast sér um líkir! Kannski eru hundar so last century í LA í dag.
Allavega! Bleikur Cadillac er alveg málið í nýju vinnunni!

TIL HAMINGJU TOGGA!

9. nóvember 2005


Afmælisbarn dagsins:
Áhrif tunglsins eru þannig þessa dagana að sérhver ákvörðun er vegin og metin fram og tilbaka áður en nokkuð er aðhafst. Það er hægt að hugsa of mikið. Reyndar áttum við okkur betur á því hverju við erum upptekin af, fyrir vikið, og í sumum tilvikum er það eitthvað allt annað en við myndum vilja dvelja við.

Er ég svona vitlaus eða er þetta innihaldslaust bull og leikur að uppröðun orða í leit að vitsmunalegri merkingu sem dettur í það að verða yfirborðskennd og mistekst þar af leiðandi allhrapalega?
Er það furða að maður hreinlega spyrji sig!

Þetta er hins vegar fyndið:

SPORÐDREKI og VATNSBERI
Vatnsberinn á bágt með að skilja tilfinningar, ástríðuhita og skapsmuni Sporðdrekans og Drekanum finnst hann vera að skoða sig eins og skordýr í smásjá. Hann á ekki síður bágt með að þola fjarræna framkomu Vatnsberans og yfirlætislega framkomu, einkum gagnvart leikrænum uppákomum Sporðdrekans. Þeir eru svo ólíkir, að það er vafasamt að þeir eigi nokkurn tímann í sambandi.

Það hefði kannski mátt segja manni þetta fyrir 9 árum síðan!

8. nóvember 2005


Það er gott að vera 27 ára!

Heldur þykir mér þessi hugmynd stolin... Vísa þá í færslu frá 13. dicembre á síðasta ári (svoooo gömul hugmynd, u slow thinkers!). Ætti ég ekki að fá ja...hmmm.. svona sirkabát 5% af gróðanum?
Já já okei... og láta hann að sjálfsögðu renna áfram til PakIndlands og geta með því móti lagt míns eigins af mörkum fyrst vestræn ríki eru of upptekin við undirbúa yfirvofandi fiðurfénaðspestir eða eitthvað álíka.
Heimta hér með hlut!
Ekki hugsa mér samt þegjandi þörfina þegar ósóminn fer að hljóma á öldum ljósvakans! Hafði ekkert með sjálfa framkvæmdina að gera!

P.s. Er komin með nýtt netfang.



Múhahahahihihi! Á meira að segja 2 eintök! With my name on it!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats