29. maí 2004


Ellan mín kemur til landsins frá Londres í kvöld! Hún lendir kl. 23.00 í Keflavík og hringdi í mig í gærkvöld til að tilkynna mér að ég væri að fara á djammið með henni þá! Svona á fólk að vera... hún er algjör snillingur upp til hópa.

28. maí 2004


Nýja símaskráin er komin út! Hingað til hafa mismunandi gamlir meistarar prýtt kápuna en nú ber svo við að maður getur valið um 4 kápur með myndum af kúlutjöldum í hinum ýmsustu stellingum og að mér sýnist í hinu ýmsasta ástandi líka. Þetta er merki um það hvað síminn er orðið "hipp og kúl" fyrirtæki eftir ímyndarbreytinguna um daginn. Já, það gerist ekki mikið svalara en kúlutjald á hvolfi á snjóbreiðu...

..frjádagur...


27. maí 2004


Félagsskapur að mínu skapi...
playful
You are the playful side of Garfield- the one who
keeps pushing poor Odie off the table and
annoying Jon.

What Garfield Personality do you Have?

Me being annoying??? Me being surprized...

Smáálfar á kreiki við Álafoss




Almáttugur!! Pixies voru í húsinu mínu í gær!! Og hvar var ég??? Í vinnunni!! Kjáni get ég verið. Eins og þið flest vitið þá er þessi ægilega fína ferðamannalopapeysulistaverkabúð á jarðhæðinni í húsinu mínu og hún einmitt er mikið sótt á sumrin af ferðamönnum héðan og þaðan sem koma svoleiðis í rútuförmum allt sumarið. Stundum fær maður ekki stæði á daginn og það er ekki af því að einhver ósvífinn nágranni tók 2 stæði fyrir bílinn sinn, heldur af því að það eru fjórar 84 manna rútur á planinu. Allavega, Pixies-liðar voru greinilega á einhverju flakki í gær og stoppuðu heillengi í búðinni, keyptu lopapeysur og listaverk, sýndu búðareigendunum myndir af börnunum sínum og gáfu afkvæmum búðareigendanna miða á tónleikana í gær og töluðu mikið um hvað þeim þætti Ísland æðislegt og svona ekkva. Svo trítluðu þau yfir í stúdíóið hjá Sigur Rós, sem er einmitt beint á móti og voru þar í góðum fíling. Og ég sat bara í mínu glerhúsi niðrí bæ í staðinn fyrir að vera heima hjá mér að bjóða gestunum mjólk og kremkex! Veld sjálfri mér miklum vonbrigðum núna.

26. maí 2004


Já þið segið það... Tónleikarnir voru í gær og voru bara alveg ágætir. Pínulítið absúrd þegar við mættum á staðinn að vera aksjúalí komin á Pixies-tónleika, óraunverulegt einhvernveginn. Ghostigital hitaði upp en við mættum að sjálfsögðu viljandi "fashionably late", þannig að við heyrðum tvö lög með þeim, sem var alveg nóg, og þeir voru bara eins og við er að búast af Einari Erni Sykurmola... Sonur hans á trompetnum var mjög svalur. Pixies mættu svo á sviðið og spiluðu örugglega hátt í 30 lög og það nánast öll þau bestu og skemmtilegustu. Hljóðkerfið var kannski ekki alveg að gera sig eða hvað það var, Laugardalshöll hefði verið vænlegri kostur bara held ég... frekar en félagsheimilið í Hafnarfirði.

Verð samt að segja það að mér fannst eitthvað vanta upp á hjá þeim. Spurning hvort það hafi verið að þau spiluðu öll lögin bara eins og þau eru á diskunum og bættu engu við, ekkert verið að leika sér og hafa gaman fannst mér. Maður er frekar vanur að bönd sleppi sér aðeins á tónleikum og taka auka sóló hér og auka garg þar. Ekkert svoleiðis og um það bil það eina sem þau sögðu var að Kim Deal sagðist aldrei hafa komið til Íslands áður og spurði svo skarann: "Have you been to the states before?" Ja seisei. Jæja, ég ætla að hætta þessu tuði, þegar upp er staðið var bara mest skemmtilegt að sjá þau og heyra í þeim læv, þau hafa það sér til varnar að þau nottla hafa ekki spilað saman í fleiri fleiri ár og voru sennilega ekki á heróíni eða einhverju þannig eins og í gamla daga, þannig að þau hafa kannski ekki alveg þorað að sleppa sér. Gaman samt. Hætti að bulla núna áður en ég tala í fleiri hringi.

25. maí 2004


Tónleikar í kvöld, Pixies í Kaplakrika. Ghostigital hita upp. Fróðlegt og spennandi að sjá hvernig verður. Meir um það á morgun.
On 9th Nov 1977 ...

The Number 1 single was:
Abba - "Name Of The Game"

The Number 1 album was:
Sex Pistols - "Never Mind The Bollocks Here's The Sex Pistols"

Ekki furða að maður sé svolítið skrýtinn og ringlaður stundum þegar fæðingardag manns ber upp á þennan mjög svo furðulega dag tónlistarlega séð... Alveg á mörkum diskósins og pönksins, mikil straumhvörf í gangi!

Hvað var vinsælt daginn sem þú komst í heiminn?

Horfði á fyrstu DVD-myndina í nýju græjunum mínum í gær og betri mynd var varla hægt að vígja þær með. Love actually varð fyrir valinu og úff hvað hún er hugljúf, maður verður svona skemmtilega svampkenndur og meyr við að horfa á hana og er með væmið bros fast á andlitinu alla myndina. Ofboðslega þægileg og kærkomin mynd innan um öll lætin. Mæli hiklaust með henni.
Fyrst að rapparinn með hálflamaða munninn og er ekki einu sinni dollara virði (50 cent) er á leiðinni á klakann finnst mér ég geta sett fram kröfu um að Outkast komi líka! Þvílíkir endemis snillingar í þessum hiphop-geira þykir mér. Hafa komið með þá marga slagarana á undanförnum árum og alltaf tekst þeim að gera eitthvað sem grípur mann heljartökum og laglínurnar svoleiðis límast á heilabörkinn. Er til dæmis núna með "Roses" gjörsamlega fast og þá aðallega upphafslínuna... "karólæææææjjjn...". Sjúkt skemmtilegt lag. Hefur hingað til fundist menn sem kenna sig við 3000 oft ofmeta sjálfa sig og ekki slaga nema í á annað þúsundið, samanber Þröst 3000 og Stjána 3000, eeenn Andre 3000; kauðinn sá er algjör endemis snillingur og frámunalega fjörugt sviðsdýr, þeir gerast ekki mikið flottari og hressilegri. Já komiði með Outkast þið þarna tónleikahaldarar sem eruð gjörsamlega búnir að tapa ykkur og einhver ykkar fer illa útúr þessu öllu saman. Takktakk.. kisskiss!

24. maí 2004


Æji, þessar myndbirtingar hér fyrir neðan jaðra við einelti. Bara þannig að það sé á hreinu þá hlær pípið manna mest að þessum myndum þannig að þetta er allt saman í góðu gríni gert og með fullu samþykki... eða svo gott sem. Þannig að enginn fari nú að saka mig um kvikindisskap...

hlæjaðpípdagurídag






...ihihihihihi... píp fyndinn samhverfur...

22. maí 2004




Er ennþá á Ólafsfirði og hápunkturinn nálgast óðum, þrítugsafmæli Gígju Nonnakonu. Mátti til með að gefa mér tíma samt í að setja þessa mynd af pípinu inn! Almáttugur hvað er ég að gera með þessum manni??? Jæja, farin að kanna úrvalið á Ólafsfirði...

19. maí 2004


4 daga frí framundan! Ólafsfjörður kallar, fjölskyldan ætlar að breggða sér norður yfir heiðar í þessu feiknafríi og heiðra vini með vorri nærveru vegna þrítugsafmælis. Vill svo heppilega til að hinn fagri og skemmtilegi bær; Dalvík er í korters fjarlægð þannig að við verðum eins og jójó á milli, heimsækjandi slektið sem þar er búsett og svona. Fáum hús til umráða á Ólafsfirði svo við verðum eins og kóngar í ríki okkar. Verður sennilega lítið bloggað næstu dagana, nema Olafsfjord City hafi upp á að bjóða net-cafè, efast reyndar stórlega um það!
Adios.
Academic
You are Barbatine! You are well-read and love to
learn. You were gloomy in your youth and found
nothing you liked to taste, but you're older now,
and have an incisive sense of humour that
makes you and others smile.

Which Barbapapa Personality Are You?

Ætli þetta tvennt yrði ekki mjög vinsælt hjá tveim ólíkum hópum.
Annars vegar þetta fyrir reykingafólkið:



Og hins vegar þetta fyrir ekki-reykingafólkið sem þó vill sýna smá kurteisi og eiga til öskubakka... og jafnvel koma smá skilaboðum til smókeranna í leiðinni:


18. maí 2004


Jæja fólk... það nennir enginn að tjá sig lengur hérna og hvað þá að skrifa í gestabókina mína þannig að ég ætla að vera með smá getraun! Hver þekkir þetta litla textabrot:

"Something's wrong 'cause my mind is fading
And everywhere I look there's a dead end waiting
Temperature's dropping at the rotten oasis
Stealing kisses from the leperous faces
Heads are hanging from the garbage man trees
Mouthwash jukebox gasoline
Crystals are pointing at a poor man's pockets
Smiling eyes ripping out of his sockets"

Koma svo... þetta er nú ekki erfitt... hver veit..? hver verður fyrstur..? HIPHIP!!!
Tók þolpróf í gær! Allt yfir 54 stigum í þessu ágæta prófi telst vera "excellent" (afburðagott)! Fékk 58! Hef mitt annað sjálf, þolinmóða þjösnarann, grunaðan um að hafa tekið yfirhöndina og tekið prófið fyrir mig.
Hið háæruverðuga hrúgald, hann Karol Wojtyla er 84 ára í dag. Það hlýtur að vera ein af þessum sögulegu skammlausu lygum! Maðurinn er hið minnsta 106 ára! Karol er einnig þekktur sem Juan Pablo II og á heima í Vatikaninu, 4. hæð til vinstri! Við hjá hvarsemer ehf. óskum hans hátign innilega til hamingju með daginn og minnum hann í leiðinni á að það er ekki bara hinn heilagi andi sem er hvarsemer, ó seiseinei alrep líka!

Hversu sætir geta litlir menn orðið...?




Gróðurhúsaáhrifin stafa af því að þessi litlu kríli eru svo sæt að þau bræða jökla!
Vísindalegi fróðleikur daxins.

17. maí 2004


Spáði rétt fyrir um sæti Jónsa á laugardaginn. Spáði 19. og fékk súkkulaðistykki að launum! Gleymdist að ræða verðlaunin fyrir fram... það er nottla ekki nokkur hemja að maður hafi ekki orðið 15 bjórum ríkari... en jæja, það er ekkert betra en súkkulaði svo ekki kvarta ég. Cadbury's hvítt súkkulaði var það heillin en eitthvað er mín nú skeptísk á hvítt súkkulaði! Halló... Rauðvín án vínberja... sambærilegt! En mikið er ég nú samt sammála orðum þeirra hjá Cadbury's: Chocolate is more than just a food: it's a state of mind. Heyr heyr...

16. maí 2004


1000-asta heimsóknin er komin á síðuna mína. Og þúsundasti gesturinn, sem hefur nota bene unnið sér inn krullujárn, var enginn annar en ég sjálf! Hversu sorglegt er það..? Jæja, vinningshafinn getur nálgast vinninginn í höfuðstöðvunum á skrifstofutíma!
Undanfarið hef ég legið undir ámæli þess efnis að ég kunni ekki að stafsetja hinar og þessar erlendu hljómsveitir rétt, svo sem medaliga og piggsís! Ég vil bara árétta að stavsettning hefur ávalt verið mín sterka hlið og er ég meðal annars notuð til prófarkarlesturs mikilvægra lagagagna í vinnunni minni! Þar af leiðandi og með hliðsjón af því vísa ég þessum ásökunum til föðurhúsanna!

15. maí 2004


Hér á landi er statt þetta listaverk sem er eitt það dýrasta og þekktasta sem komið hefur hingað til lands. Það er hér statt til að sýna sig og sjá aðra á sýningu í Listasafni Íslands um bandaríska samtímalist og er það eftir kitsch listamanninn Jeff Koons, sem var einmitt á sínum tíma giftur og á barn með hinni virtu ítölsku þingkonu Cicciolinu. Verkið heitir "Michael Jackson and Bubbles" og er frá 1988.
Svona lítur það út:



Til að sjá stærri mynd af því getið þið smellt á myndina sjálfa. Allt í lagi, eruð þið nokkuð til í að skoða þetta verk aðeins nánar og segja mér svo hver er hver? Það er að segja hvor er Bubbles og hvor er Michael... það liggur ekki alveg í augum uppi sko..

14. maí 2004


Frægð og frami

Á maður að skrá sig?? Ég spyr... Hef ekki myndað mér neitt frekar skoðun nema það sem er þrasað um af hagsmunaaðilum... sem eru nokkur hundruð manns sem vinna á fjölmiðlunum sem maður les og horfir á. Veit bara að mér finnst það jaðra við að vera pervertískt þegar sami aðilinn á nánast allt sem viðkemur tónlistarútgáfu og fjölmiðlun. Sjáið bara hvernig Fame verður... Taka aðalsjónvarpsstjörnuna sína (mushrom) og setja í eitt af aðalhlutverkunum, ofurauglýsa í þættinum hans, spila músikina á útvarpsstöðvunum sínum, spila myndböndin og auglýsa á sjónvarpsstöðvunum, gefa út og selja diskinn í plötubúðunum sínum og setja það upp í Vetrargarðinum sínum... Þannig að hvert sem maður mundi snúa sér væri engin undankomuleið, endalaus ógeðis mötun og uppátroðsla alltaf hreint. Ok þetta hefur kannski ekkert með blessað fjölmiðlaandvarpið að gera en samt... manni getur ofboðið markaðssmæðin á þessu landi. Svo er kannski hin hliðin að ef þetta væri ekki svona hefði kannski enginn haft bolmagn til að setja Fame upp!

Æ æ ýkt óheppin við þá...

Denni J. er svalur... Dabbi kóngur er gunga og drusla! Loxins komið fútt í þessa stjórnarandstöðu!
Ooooo hvað hún er í fínum kjól...
Í dag er konunglegt brúðkaup í Danmörku og af því tilefni keypti vinnan hina einu sönnu dönsku brúðkaupsköku í Café Konditori Copenhagen og hún smakkaðist bara þó nokkuð vel, alveg konunglega reyndar. Svo á forsetinn okkar ástkær afmæli í dag, 61 árs, og hann og hún Dorrit sín eiga líka 1 árs brúðkaupsafmæli.

Með þessum tveim setningum ofbauð ég gjörsamlega sjálfri mér í ruglinu og ætla að skalla vegginn núna og vona að ég snappi át of ðis og svo ætla ég að gerast anarkisti eða ekkva.

Ætla samt að horfa á samantektina úr brúðkaupinu á RÚV kl. 21.50 í kvöld!

...eða ekki...
Sumarfríið mitt er komið á hreint! Ætla að skrifa það inn hérna, bæði til að ég muni það sjálf og fyrir ykkur hin að vita. Tek einn dag föstudaginn 21. maí, löng helgi á Ólafsfirði og þrítugsafmæli. Einn dag 25. júní, þegar við Berglind ætlum að draga kallana okkar yfir Fimmvörðuháls. Hinn 10. júlí hefst svo rúmlega þriggja vikna sumarfrí sem stendur til 3. ágúst. Síðustu dagana ætla ég svo að taka frá og með 23. september til og með 3. október, þá er ég að fara til Spánar. Þetta lofar allt saman mjög góðu þannig að það eru skemmtilegir mánuðir framundan.

13. maí 2004


Jeminn eini, fimmtudagurinn 13. ætlaði sér nú að verða meiri ólukkudagurinn! Kl. 08.50 - bensínlaus - ætla að kaupa bensín á brúsa - ekki heimild, nóg af pening inni - eftir japl, jaml og fuður enda í bankaútibúi (ekki LAIS heldur isl Sigga mín) og mér sagt að kort hafi verið lokað,eyðilagt,glatað eða ekkva upp á síns einsdæmi greinilega - mæti í vinnu korter í tíu! What a witleysa! Endemis ómöguleg byrjun á deginum, en hann hefur svo sem verið ágætur síðan blessaður... Skál!
Held ég sé á góðri leið með að koma útúr skápnum... Eru ekki sterkar líkur á að maður sé hommi ef maður er að fara á límingunum út af konunglegu brúðkaupi og jóróvisjon?


Skemmtileg stemming gæti hugsanlega myndast í þorpinu Reykjavík á laugardaginn. Einhver manía verður örugglega í gangi vegna byrjunar miðasölu á tónleika með lúðrasveitinni Metallicu, og þegar fólk er búið að standa í biðröð allan daginn og jafnvel lenda í slagsmálum eða stimpingum útaf miðum, þá fara allir ægilega prúðir heim til sín og hugsa með sér... "jæja best að fara að horfa á júsóvisjon...". Rokkarar horfa nebbla líka þó eigi viðurkenni þeir það. Athyglisvert sem Siggeyjar benti á að nú missum við 12 stig fyrst Tommi Þórðar komst ekki áfram, og fáum þar af leiðandi aðeins 7 stig.

Átakanlegt!

Annars er pípið búið að redda miðum á Metaliku þannig að maður þarf víst að kíkja á staðinn og skoða hvort gömlu kallarnir geti eitthvað.

11. maí 2004


Þættinum hefur borist eitt stykki DVD-heimabíókerfi. Jibbí, nú get ég sofið í 4 tíma yfir DVD-myndunum + aukaefni, í staðinn fyrir að sofa bara í 2 yfir vídeói! Segi svona, samt mest spennt yfir að geta horft á tónleika-diska með hinum og þessum skemmtilegum hljómsveitum þar sem maður fær músikina beint í æð með þvílíkum hljómgæðum og nánast eins og að vera á staðnum. Ekki slæmt...

10. maí 2004




Tók Brazilísku snilldina Cidade de Deus, einnig þekkt sem Borg Guðs, einnig þekkt sem City of God á fredag. Prýðisgóð ræma með áberandi fínni klippingu, þótt ekki væru efnistökin beint fögur sem slík. Eymd íbúa í fátækrahverfum Rio de Janero, þar sem börnin ganga um með alvæpni er svo sem ekki til ánægju og yndisauka en þetta var nokkuð sterk og áhrifamikil mynd. Óþolandi samt að horfa uppá þýðinguna beint úr ensku þegar talaða málið er portúgalska og krakkarnir voru í þýðingunni látin heita eftir ensku þýðingunni... Cabeleira hét Shaggy og Buscapé hét Rocket og ekkva svona. Var ekki alveg að fíla það sko. En endilega, kæru lesendur, ef þið eruð þannig upplögð að kíkja á flotta mynd sem ekki inniheldur Vin Diesel eða væmin sönglög, þá er þessi alveg tveggja tímanna virði.
Skilaboð frá Blogspot-yfirvaldinu sem einmitt gerir mér kleift (er þetta orðskrípi með i-i, y-i eða jafnvel p-i??) að ibba gogg á netinu: We just launched a brand new Blogger. New look, new features, new templates, and that new Blogger smell. Very fresh. We hope you love it... Já skiptum um lykt, það var einmitt það sem vantaði að gera! Jarðaberjalyktin var orðin svolítið þreytt. Gagnvirk margmiðlun í hæsta gæðaflokki...

Vondulagakeppni Evrópska ríkisráðsins

Jæja nú er mál að fara að fylgjast með þessu. Melody Grand Prix Festival 2004 rétt handan við vinnuvikuna og fyrirtíðarspenningurinn alveg að æra mannskapinn. Ekkert lag af viti í ár frekar en önnur ár, og þessu get ég haldið fram án þess að hafa heyrt megnið af þeim! En samt er júróvisjon-kvöldið alltaf eitt af skemmtilegri kvöldum ársins, nema ef vera skyldi kosningavökurnar... Jónsi á eftir að brillera þó lagið sé verra og sérstaklega á innlifunin eftir að skína í gegn er hann syngur línuna "...I can’t think straight.." Múúhahahahaaaa.. Kvikindisskapur í manni alltaf hreint...
Mánudagsmorgunn og nú þegar er undirrituð búin að vera vakandi í 3 klukkutíma! Vaknaði 06:20 og skellti mér í ræktina og fínerí. Held ég sé endanlega að tapa mér...

7. maí 2004


Snorri Ásmundson verðandi sjötti forseti lýðveldisins Íslands mun halda sigurhátíð sína á morgun þann 8. maí! Hátíðahöldin fara fram í sal Klink og Bank á horni Brautarholts og Stórholts í höfuðborginni Reykjavík. Hljómsveitir munu spila og veigar verða í boði. Þetta verður sannkölluð hátíðardagskrá sem vert er að athuga nánar, ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri til að fá sér í glas með sjálfum forsetanum.
Gat nú verið að Los Americanos, Toggita, mundi ljóstra upp endinum á Friends...
Keyrandi heim úr ræktinni fyrr í kvöld bar fyrir augu á hinni akgreininni maður á miðjum aldri á hjóli með hund yfir aðra öxlina!
Hversdagsleikinn í sinni fögrustu mynd...

Vonbrigði gærkvöldsins!

Í fyrsta lagi: á ekki þægileg náttföt, ekki komin á náttfataaldurinn ennþá!
Í annan stað: endalokin voru klisjukennd, væmin og asnaleg. Gæti hugsast að 2 bjórar hafi haft áhrif á dómgreind mína til þess að leggja mat á þáttinn, en þetta var ekki endir að mínu skapi. Hei, hverjum leiðist í París fyrir það fyrsta??? Af hverju þarf þetta svo að enda eins og hvert annað ævintýri sem á sér enga stoð í veruleikanum (ekki það að kvenfólk sem eyðir hundruðum þúsunda í skó á mánuði eigi sér heldur stoð í raunveruleikanum...). Prinsinn á hvíta hestinum (sem heitir nota bene bara Jón) bjargar Karrý frá vonda útlendingnum sem ætlaði að draga hana frá öllu sem skiptir hana máli. Sko, nóg með að stelpur séu aldar upp í því að þær verði ekki happy nema að finna sér 1. flokks prins, að þar að auki svona þáttaröð skuli enda á því að allar 4 sjálfstæðu konurnar séu himinlifandi og lífsfyllingunni náð með því að vera komnar í öruggan karlmannsfaðm. Carrie hefði allavega átt þá að enda með Aidan, hann var unaðslegur; Samantha hélt ég að mundi láta í minni pokann fyrir krabbanum; Charlotte átti að fara aftur í listagallerísbransann og losa sig við barnaþráhyggjuna í bili, hefði örugglega orðið ólétt um leið við að losa sig við hana; og Miranda átti að flytja aftur til Manhattan og planta niður fleiri börnum og allir að lifa hamingjusamir það sem eftir væri, að vísu með hefðbundnum skakkaföllum, sem ríða yfir annað slagið og angra hvern sem er.
Í þriðja lagi: Voðalega get ég tuðað...

6. maí 2004


Almáttugur, bara klukkutími og einn fjórði í lokaátökin í SATC... Best að fara að klæða sig í gelludressið (þægileg náttföt), setja á fót nýju flottu Prada-skóna (þykka sokka), kveikja sér í eins og einni góðri (kveikja á kertum) og fá sér Cosmopolitan (miller).

Betri verða endalokin ekki.

AMEN

Piksís

Þetta er lagalisti tónleika sem Smáálfarnir héldu í Minneappolis hinn 13. apríl síðastliðinn! Skyldi Kaplakriki verða eitthvað í þessa áttina?

"Bone Machine"
"Wave of Mutilation''
"U Mass''
"Levitate Me"
"Broken Face"
"Monkey Gone to Heaven"
"The Holiday Song"
"Winterlong"
"Nimrod's Son"
"La La Love You"
"Ed Is Dead"
"Here Comes Your Man"
"Vamos"
"Debaser"
"Dead"
"No. 13 Baby"
"Tame"
"Gigantic"
"Gouge Away"
"Caribou"

Uppklapp:

"Isla de Encanta"
"Something Against You"
"Velouria"
"In Heaven"
"Wave of Mutilation" (slow version)
"Where Is My Mind?"
"Into the White"

Sé ekki "I bleed" og heldur ekki surfstuðboltann "Cecilia Ann" og smááfall: hvar er "HEY"?????????? Miðað við fyrri yfirlýsingar þarf mín svo líka að bíða þar til í næstsíðasta lagi fyrir uppklapp til að sjá hvort þau gera þetta skammarlaust. Kemur í ljós...

Þau hreinlega gerast ekki mikið flottari málverkin!


Smellið hér fyrir stærri útgáfu

grenjsnöktgnístr

Kökkurinn í hálsi mér sem hefur verið að byggjast upp alla vikuna er farinn að nálgast meðalstórt barkakýli über karlmannlegs manns. Nú eru aðeins 11 klukkustundir í að Sex and the city tilheyri sögunni og sigli sinn veg... Horfði á næstsíðasta þáttinn í fyrradag, vildi nefnilega treina hann aðeins... þótti svo átakanleg hugsun að eiga bara síðasta þáttinn eftir... þó skárra að eiga tvo þætti eftir.. helmingi fleiri þættir sjáiði til! Já, viðurkenni það fúslega að þetta er einn flötur á skrýtilegheitum mínum, en hei við höfum öll okkar veikleika. Jæja, best að reyna að halda andlitinu og plana sómasamlega erfidrykkju í kvöld!

5. maí 2004


Krílakveisa

...er svo sérdeilis hissa... það gengur skæður vírus á milli fólks í vinnunni minni! Þessi ákveðni vírus leggst aðeins á kvenfólk en smitleiðin er samt að einhverju leyti í gegnum karlmenn... Í heildina erum við 10 hræður sem vinnum á vinnustaðnum og þar af erum við átta sem erum í fasteignasölu-júnitinu (sumir þó á báðum stöðum, þar á meðal ég, en það er önnur saga). Allavega það sem ég vildi sagt hafa er að í þessum 8 manna hópi er von á fjórum börnum með haustinu!!! Jedúdda mía, þetta var fyndið þegar þau voru þrjú en svo var fjórða að bætast við, þá varð mér allri lokið! Sölustjórinn á von á tvíburum (þarf alltaf að vera svo grand á öllu...), einn sölumaðurinn á von á litlum unga og samstarfskona mín sem verður nota bene fertug á næsta ári, tók greinilega þá ákvörðun að koma með eitt kríli svona undir restina.

Það skondna er að 2 þessara barna koma í heiminn um mánaðarmótin ágúst-september og hin tvö í byrjun október... Hvað er svona skondið við það gæti einhver spurt sig, en það er jú einmitt sú staðreynd að öll þessi kríli hafa komið undir fljótlega eftir að undirrituð hóf störf hjá fyrirtækinu!!! Þannig að það liggur í augum uppi að mín er haldin einhverjum dulrænum frjósemis-áhrifum...! Ekki satt? Einfalt reikningsdæmi!

Tobba stórsöngkona og díva með meiru er íslandsmeistari innanhúss í söng án atrenu eða eitthvað svoleiðis, allavega var hún með hæstu einkunn á söngprófinu sem hún tók á dögunum. Tvöfalt húrra fyrir því! HÚRRA.. og svo áttund ofar... HÚRRAA!!!

4. maí 2004


Er eitthvað skemmtilegra en samnorræn hallærislegheit? Júróvisjon-þátturinn sem ég rakst óvart á på fjernsynet um daginn var allavega ótrúlegur...

Haustar snemma...

Er ekki alveg að átta mig á þessum vetrarhörkum sem eru í gangi núna! Í þessum töluðu er 2°c... og það er maí en ekki febrúar! Fórum saman familían á línuskauta og hjól (komin með barnastól fyrir litla píp) á sunnudaginn, og nánast þurftum að berjast á móti rokinu og allan tímann hrundu hvítar flyksur úr loftinu. Sé ekki alveg til hvers það er verið að bögga mann með svoleiðis löguðu núna um hásumar. Vantar samt ekki sumarfílinginn í mann, útivistarþörfin alveg komin á fullt... sem er bara gaman. Langar að kíkja á fjöll í sumar en eina planaða ferðin er Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina og nokkrar Esjuferðir væntanlega til að hita upp fyrir það rölt. Um að gera líka að nota þennan fína búnað sem maður kom sér upp fyrir Laugavegs-gönguna síðasta sumar, það er að segja í eitthvað annað en að sitja inni í jeppa með pípinu meðan hann uppfyllir sína útivistarþörf.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats