27. október 2005


Þættinum hafa borist kvartanir vegna áberandi leti við að ibba blogg gogg undanfarið. Nú af því tilefni settist mín niður og skrifaði og skrifaði hverja snilldina á fætur annarri en fór svo aðeins að hugleiða bág kjör þriðja heimsins og hvað haldiði að hafi skeð á meðan??? Haldiði að hundurinn hafi ekki bara étið færsluna! Átti að halda mig við köttinn bara...

Jú fólk spyr hvort litlum pípulagningasveini eigi ekki eftir að sárna er foreldrar fara og vagga sér við tóna White Stripes (VERÐ AÐ FÁ MIÐA!!! í ammilisgjöf jafnvel :) - taktu það til þín sem átt það) en til að róa ykkur niður áhyggjufullu sálir þá á litli sveinninn nýtt uppáhald um þessar mundir. Tom Waits er nefnilega alveg að heilla stubb sem er svosem ekki skrýtið og þar ber hæst lagið Underground. Þetta þykir okkar bera merki þess að barnið sé að þroskast og þróast í sínum tónlistarskilningi og er það vel. Gott ef drengurinn er ekki eilítið á undan sinni samtíð hvað það varðar.

Við vorum frelsuð upp úr klukkan sex í kvöld... Eftir að hafa agnúast lengi vel út í það indæla ógeðisfyrirtæki sem síminn er ákváðum við að snúa við þeim baki og leyfa Hive að frelsa okkur. Áttum von á engli með vængi til að setja upp allt dæmið en fengum guðfræðing. Næsti bær við. Eitthvað atvinnuleysi greinilega meðal guðs manna en þeir geta þá frelsað fólk á öðrum vígstöðum á meðan þar til þeim verður úthlutað brauði.

Góðar stundir

22. október 2005


Þar með hefur áður umræddur atburður fengist staðfestur! (sjá eldri færslu)


Er við það að missa stjórn á mér af gleði!

11. október 2005


Tapað - fundið


Guðmundur, a.k.a. Pip, er týndur. Því hefur verið samið lag í þeim tilgangi að opna augu fólks fyrir þeim bitra sannleika sem við blasir; að hann sé horfinn! Syngjum nú öll með í þeirri von að hann skili sér heim aftur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats