26. maí 2008


Ó B Grandmasterson bauð okkur foreldrum sínum og bróður á Taekwondo sýningu á fimmtudaginn sem var mikið gaman. Krakkarnir sýndu kúnstir, brutu og brömluðu ýmislegt sem fyrir þeim varð og sýndu hvað þau eru þrátt fyrir það öguð og frámunalega dugleg. Til að fjölskyldan gæti deilt þessari sýningu með okkur setti ég saman smá víðjó.



Þessi sem missir sig gjörsamlega í restina er aðaldúddinn í Taekwondo-inu og er norskur að uppruna. Hann heitir því ofurhetjulega nafni Gulleik og ég geri ráð fyrir að systir hans heiti Boris... grín.

Ekki rétti maðurinn til að gera gys að held ég...

23. maí 2008


Í gærkvöldi kl. 19.15 fékk orðið Svíagrýla nýja merkingu fyrir mér. Nú veit ég loksins hvernig hún lítur út þessi svíagrýla sem alltaf er verið að tala um. Og hún ku heita Charlotte.

Herre gud, nú þarf ég eiginlega að skipuleggja skrepp til Dalvíkur. Ekki bara til að missa mig yfir schlager-festivalen eins og allir heldur líka til að fagna með Vigga frænda sem er að útskrifast á morgun. Spurning með að gerast boðflenna og skunda til Dalvíkur.

Vona að mér verði veitt tilfinningalegt svigrúm með ÁFRAM FRAKKLAND skiltið mitt.

Þykist bara vera Ólafsfirðingur...

21. maí 2008


Sko hvað ég á fínan Píp! Ber af í flottu fötunum sínum á hægri kantinum. Hér eftir, eða allavega næstu þrjár vikurnar eða svo, verður hann ekki kallaður neitt annað en Grandmaster Píp á þessari síðu og vonandi hvar sem hann fer um.

---

Hvernig ætli Barbie-stráknum og mömmu hans eigi eftir að ganga í júró þegar það fréttist að hinir hræðilegu íslendingar séu aftur farnir að kvelja hvali. Hvað á þessi tímasetning að þýða? Ég hef áhyggjur af þessu. Verð að segja það.

Það nýjasta að frétta annars er að árið 1999 hringdi og vill fá lagið sitt aftur. Og íhugar að fara í málsókn.

Áfram Frakkland!

15. maí 2008



... komin út og hallelúja! Hallelúja hallelúja hallelúja!!!!!!!!!

Eftir ellefu ára gegndarlausa viðþolslausa bið er þriðja plata Portishead komin út. Fyrst breytti heimurinn um lit þegar "Dummy" kom út og svo breytti geimurinn um svip þegar "Portishead" kom út.

1998 kom svo "PORTISHEAD roseland nyc live" út og minnti mann á af hverju þessar breytingar á heimsmyndinni urðu.

nine-eleven hvað?

Núna um daginn kom svo út platan sem heitir einfaldlega "third" og heilögguðsmóðirogallirhennarafkomendur er biðarinnar virði. Hafði heyrt því fleygt að platan sú arna væri þyngri en fyrri verk Portishead en gjet svo svarið það, heyri ekkert nema englasöng í hverjum tóni stykkisins. Ég og Portishead hljótum að vera frá Vúlkan, slík er tengingin og hefur verið síðan 1994. Það sem gladdi mest er að á plötunni má heyra 11 ára þróun, það er ekki eins og þau hafi búið til einhvern bræðing úr fyrri meistaraverkum heldur er hún nákvæmlega eins og Portishead - 11 árum seinna.


Lýsi hér með yfir vilja mínum til að bíða til ársins 2024 eftir fjórðu plötunni. Byrjuð að hlakka til...

Fyrstu 2 lögin (jú þau eiga nöfn; 1. Silence og 2. Hunter) eru top of the pops á plötunni og líka 4. The Rip, 6. We Carry on, og 5. Plastic (nokkur trommusóló í því sem vara í 1,5 sek. hvert - snilld útaf fyrir sig) og Machine Gun nr. 8 og svo videre.....), Vel að merkja lag nr. 3 er eina lagið sem ég hef spólað yfir, er sennilega ekki í réttri tíðni fyrir mig eða árurnar okkar ná ekki alveg saman. Sum lög þarf maður bara að heyra oftar en önnur til að læra að meta og svo gæti það endað sem uppáhald seinna meir en það er önnur saga...

Húrra fyrir Portishead.
Og til að auka á gleði mína get ég kannski farið að halda með Bristol í enska því þeir eru vonandi á leiðinni upp í úrvalsdeildina. Portishead eru jú frá Bristol. Geri ráð fyrir að "Sour Times" sé félagssöngur Bristol.

Yfir og út.

12. maí 2008


Þeir gleymdu mér aftur!

Eins gott að þessir litlu undurfögru mistannlausu englar gerpi séu orðnir ágætlega sjálfala, held ég sé bara farin út að valhoppa eða gera eitthvað í þágu sjálfrar mín. Það eldra getur allavega aðstoðað hið yngra fyrst þeir kunna ekki að meta allt sem EINA MÓÐIR ÞEIRRA gerir og hefur gert fyrir þá í gegnum tíðina!!!!

5. maí 2008


Baggalútar eru algjörir snillingar eins og oft hefur komið fram. Sem kunnugt er sérhæfa þeir sig í að snúa út úr fréttum og finna annan, jafnvel fáránlegan, vinkil á málum eins og hér má sjá dæmi um. En nú gerðist það að þeir þurftu bara ekkert að snúa út úr ákveðinni frétt. Hún kom bara til þeirra fullsköpuð úr munni ákveðins vitrings í þjóðfélaginu. Allir útúrsnúningar óþarfir og skipanirnar copy og paste allt sem þarf. Þetta er nú bara það sem greyið sagði. Sé allavega ekki mikinn mun á þessari útgáfu og rúv-útgáfunni.
Vei okkur er borgið með svona menn við stjórn.

Minni á að enn er hægt að bæta stöðu eigin fjár...
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats