29. september 2006


Gleymdist ekki að kveikja á stjörnunum og skökkva á ljósunum í gær?

19. september 2006


Þetta eru litlu strákarnir mínir:



Og þetta er stóri strákurinn minn:



Vá hvað ég er rík!

Þar sem sá stóri er sísvangur er fátt um fínar færslur þessa dagana og bið ég ykkur að afsaka það. Þarf eiginlega að finna upp eitthvað júnit til að geta haft barnið í framan á mér og það drukkið en ég haft báðar hendur lausar á meðan til að pikka á lyklaborð til dæmis. En þangað til næst, eigið góðar stundir og lesið til dæmis hann Zimma á meðan. Maðurinn fer algjörlega á kostum þessa dagana.

7. september 2006


Jæja, menn mættu á svæðið þriðjudaginn 5. semptember kl. 12.54. Þeir bræðurnir eru báðir fæddir í hádeginu á þriðjudegi, fylgja einhverri reglu þó ekki ekki hafi það verið 19. reglan. Hann vó 4.550 grömm (18 merkur) og var 55 sentimetrar. Móður og barni heilsast vel en faðirinn er hins vegar ein taugahrúga...

Nei bara grín.

Hér má sjá hann og heyra:


4. september 2006


Í dag höfum við Píp verið saman í 10 ár...! Úff hve tíminn flýgur.
Og hvað haldiði að hafi dottið inn um bréfalúguna akkúrat í dag?

Þetta:


Hafið mig afsakaða rétt á meðan ég dey úr hlátri..... æjæjæjæj...
Mögnuð tímasetning.

Ósvífna barnið er ekki enn farið að láta sjá sig. Þetta er farið að minna svolítið á "Kæri jóli"-lagið með Glámi og Skrámi. Verð alltaf pínu meira frústreruð yfir þessu öllu saman og er núna komin mjög aftarlega í lagið.... Dagur 10, kæri jóli! Nú er alveg nóg komið... og svo frv. Nýjasta að frétta er að á miðvikudaginn ef ekkert hefur enn gerst verður hreyft við belg þannig að í lok þessarar viku kemur krílið!!!
Jammmmmjammmjammmmjammmm.

1. september 2006


Ágúst Guðmundsson vill greinilega frekar vera September Guðmundsson. Lái honum hver sem vill.

Reyni nú mitt besta til að hnerra hann út en lítið gengur.

Held hann sé að bíða eftir henni Tobbu sinni bara.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats