21. júlí 2006


"My mother said to me, 'If you become a soldier, you'll be a general; if you become a monk you'll end up as the pope.' Instead I became a painter and wound up as Picasso."

- Pablo Picasso

11. júlí 2006


Já var ekki búin að minnast á það ennþá en sykurpúðarnir mínir unnu og eru vel að því komnir eins og sjá má.



Enginn þeirra brotlegur á nokkurn hátt né rangstæður, ónei þvert á móti!

Þar sannast enn einu sinni það sem ég er búin að halda fram síðan á HM '82, útlitið hefur allt að segja hjá góðu fótboltaliði.

En eins og sagt er og hér sést þá ku staðreyndin vera sú að "Soccer players give the best head!" Frakkarnir unnu þá keppni allavega, eða Zidane öllu heldur upp á sitt einsdæmi. En það er nú að bera í bakkafullan lækinn að ræða það atvik eitthvað frekar.

P.s. Jú berum aðeins í bakkafullan læk. Smellið hér

10. júlí 2006


Í dag er Togga 33 ára. Óskum henni innilega til hamingju með daginn og megi hún margfaldlega njóta hans. Hún getur þó ekki átt von á því í þetta skiptið að bróðir hennar hringi í hana staddur í Kínahverfinu í San Fransisco syngjandi afmælissönginn hástöfum svo allir viðstaddir sjá sér hag í að hlaupa í skjól eins og í fyrra. Hann á eflaust eftir að hringja í hana en það verður sennilega afmælissöngur í hefðbundnari kantinum í þetta skiptið.
Ótrúlegar talnatilviljanir í dag, Togga 33 ára og bumban orðin 33 vikna og 3 daga.
Ég trúi ekki á tilviljanir!

9. júlí 2006


Ég ætla að halda með Ítölum í kvöld! Ætli það sé af því að þeir eru sætari eða í flottari búningum kann einhver að spyrja sig núna. Nei nei, svo grunnhyggin er ég ekki í þetta skiptið; hér liggja mun vísindalegri röksemdafærslur að baki:

Við gerðum jafntefli við Frakka um árið!
Við unnum Ítali um árið!

Þess vegna ætla ég að halda með stanno, tutti og bene því þá getur maður alltaf yljað sér við að við rúlluðum yfir (verðandi) heimsmeistarana á Laugardalsvellinum sællar minningar, fyrir utan að það hlýtur jú sjálfkrafa að gera okkur að alheimsmeisturum að hafa unnið heimsmeistarana! Segir sig sjálft!
Og það var meira að segja á þessari öld sem við unnum þá... held það hafi verið 2004. Það er sko ekki fyrnt ennþá.

Áfram Ísland! Hiphip...
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats