28. febrúar 2006


Ég held að mitt át sé ekki inni í þessari tölu... Ætli hún væri þá ekki eitthvað hærri. Einn og hálfur skammtur í hádeginu og manymany í kvöld.

P.s. Nei, ekki halda að ég hafi etið píp út á gaddinn og þar af leiðandi fengið einn og hálfan skammt í hádeginu... Nei nei, við keyptum okkur 3 skammta saman :) Allt innbyggt!

24. febrúar 2006


Ritstjórn síðunnar var að gera þá merku uppgötvun að hvarsemer er 2 ára um þessar mundir. Af því tilefni hefur ritstjórnin ákveðið að allir dyggir lesendur fá FRÍA ÁSKRIFT að síðunni næsta mánuðinn!!! Heldur betur hefur hlaupið á snærið hjá þeim...Þvílík gjafmildi!
Verði ykkur að góðu.

22. febrúar 2006


Það er til merkis um að tíminn líður allt allt of hratt á gervihnattaöld, að litli píp; þið vitið þessi litli krúttlegi sem á erfitt með að segja R og er mesta kúrudýr sunnan Sæbrautar, fékk bréf um daginn þar sem honum var tilkynnt að nú getur hann skráð sig til náms í grunnskóla og það með rafrænum hætti! Jedúdda mía! Hvað varð um bleyjubarnið mitt??

Þetta með að barnið eldist ætti svo sem ekki að koma manni á óvart þar sem undanfarna daga hefur hann hagað sér pínulítið eins og gelgja.... jafnvel gelgjustelpa... :/
Leikskólarnir fara náttúrulega ekki varhluta af Silvíu Nótt og því dæmi öllu saman og stubburinn er farinn að söngla "Hey þú, ógisslea töff , ég er að tala við þig..." úr júróvisjon laginu í tíma og ótíma. (Smellið hér Togga og Gaui og aðrir útlendingar sem eru ekki alveg með á nótunum)

16. febrúar 2006


Jæja krakkar mínir. Í dag ætlum við að klæða Jesús í öskudagsgalla! Við byrjum á því að prenta myndina út, klippum út búningana, grímurnar og fylgihlutina og svo má endalaust raða saman átfitti fyrir gaurinn. Haldiði að hann verði ekki krúttlegur í stubba-múnderingunni eða Manson-gallanum?? Þetta er líka hægt að kaupa á 14 dollares sem ísskáps-segul hér. Að gefnu tilefni bið ég trúarofstækisfólk um halda sig á mottunni, slaka á og kveikja ekki í hárinu á sér af bræði yfir þessu...

Gangi ykkur vel.

10. febrúar 2006


Eins og það er óheyrilega leiðinlegt og mannskemmandi að hringja í bankana og fleiri stofnanir og bíða og bíða á Hold þurfandi að afbera ömurlega músík í enn verri útsetningum, sem lyfta með sjálfsvirðingu mundi ekki láta bjóða sér, er alveg yndislegt að vera á hold hjá Landsbankanum. Fæ bara ekki nóg af Getz/Gilberto. Verð alltaf hálf fúl þegar einhver svarar, því þessi dásamlega tónlist er algjör vin í þeirri eyðimörk sem þessar stofnanir geta verið. Go Landsbanki.

Er ekki alveg snilldar hugmynd að fara með kúrekann á Brokeback Mountain um helgina?
Hehe...

9. febrúar 2006


Kábojastígvélin...

Smella fyrir stærri mynd

Og áfram með willta westurz-þemað: kábojaskyrtan frá Tótu og co, jakkinn frá foreldrunum og Pókerspilið frá Tobbu og co!

Smella fyrir stærri mynd

Nú vantar hann bara hestinn!
Stórafmæli á næsta ári...
Mastersneminn og fjörkálfurinn GummiPalliÓlason á afmæli í dag. Hann hyggst fagna ákaft þar sem hér eftir mun hann ekki framar eiga tveirogeitthvað afmæli! Það fer víst eitthvað í hann að verða 3ogeitthvað. Hann veit sennilega ekki að karlmenn eru þeim kostum gæddir að verða bara fýsilegri með aldrinum eftir því sem þroskinn og reynslan gæðir þá margbrotnari áru. Litli píp og lady píp gáfu honum kábojastígvél í afmælisgjöf og þar með er gamall draumur pípsins uppfylltur. Hér eftir verða honum gefnar ritraðir og vindlar og fleira þvíumlíkt sem hæfir aldri hans og virðingu.

Yfir og út.

2. febrúar 2006


Lítill píp lýsti því yfir um daginn, með smá dash af hroka að Múmínálfarnir séu bara flóðhestar! Hana nú! Það má svo sem til sanns vegar færa.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats