10. febrúar 2006
Eins og það er óheyrilega leiðinlegt og mannskemmandi að hringja í bankana og fleiri stofnanir og bíða og bíða á Hold þurfandi að afbera ömurlega músík í enn verri útsetningum, sem lyfta með sjálfsvirðingu mundi ekki láta bjóða sér, er alveg yndislegt að vera á hold hjá Landsbankanum. Fæ bara ekki nóg af Getz/Gilberto. Verð alltaf hálf fúl þegar einhver svarar, því þessi dásamlega tónlist er algjör vin í þeirri eyðimörk sem þessar stofnanir geta verið. Go Landsbanki.
Er ekki alveg snilldar hugmynd að fara með kúrekann á Brokeback Mountain um helgina?
Hehe...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli