23. október 2006


Ætla að byrja á því að bera til baka allar fregnir af ótímabæru andláti þessarar síðu. Við skulum bara orða það þannig að hún er komin í 17. sæti á forgangslistanum. Litli maðurinn á sæti 1-9, ÓBG á sæti 10-13, GPÓ sæti 14 og 15 og heimilið og allt hitt sæti 16. Spurning hvort maður fórni Píp kannski og mjaki síðunni ofar á listann...
Langaði bara að deila með ykkur þessu myndbandi, og laginu líka. Hún Lily Allen er frekar hress bara og myndbandið mjög skemmtilegt, hún labbandi um í sínum litaglaða og hamingjusama heimi þó hann sé kannski ekki alveg jafn upplífgandi í raun...
Ætla að fara að stunda þetta, labba um bæinn með kerruna í calypso-stemmingu og skerpa vel á öllum litum og hækka hitastigið með hugaraflinu einu saman. Það er bara hressandi og gleðiaukandi!
Bætir, hressir og kætir eins og segir í ljóðinu.


9. október 2006


Stoppskilti fyrir þá sem eru ekki alveg að fatta...


8. október 2006


Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er kominn með heimasíðu :) Slóðin er barnanet.is/litli til að byrja með, það kemur svo til með að breytast þegar og ef barnið fær nú nafn... Hún er læst með lykilorði en allir muna hvað kötturinn okkar heitir er það ekki ?!?!?

3. október 2006


Það læðist að mér sá grunur að hár sé ekki í tísku þetta sísonið...

2. október 2006



Þessi kona varð níræð í gær. Henni var fagnað með veglegri veislu þar sem fjöldinn allur af aðdáendum hennar mætti. Þegar einn gesturinn var að kveðja hana sagði hann: "Svo verður næsta veisla eftir 10 ár er það ekki?" Fanney var ekki lengi að svara: "Isss þú verður löngu dauður þá!" Það skal tekið fram að gesturinn var helmingi yngri en hún hið minnsta.
Svo þegar kór var að taka nokkur lög fyrir hana heimtaði hún rokklag og átti svo í mestu vandræðum með að sitja kjur undir því. Ef það væri bara hægt að klóna þessa manneskju... Hún lengi lifi!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats