24. febrúar 2008


MIG LANGAR Í iPHONE MEST Í HEIMI!

Þvílík snilldar græja! Horfi girndaraugum á vinnufélaga mína sem eiga soleis, ekki þó á þá heldur símana þeirra. Ekki hægt að kaupa svona á Íslandi samt og það þarf víst sérstaklega að brjótast inn í þá til að nota hér. Kjánalegt dæmi og vona að það breytist fyrr en seinna. Þarna hefði maður músíkina sína, myndir ef maður vill og allskonar möguleika eins og til dæmis þennan:


Já það er gítar í símanum! Þyrfti þá ekki lengur að blístra gítarsólóin. Hentugt.

Jæja koma svo Apple fólk - selj'ann hér takk án vesenis og kvaða... plíííís.

21. febrúar 2008


Brúðguminn er æði! Fór á hana í síðustu viku eftir að hafa heyrt hverja lofræðuna á fætur annarri og varð svona líka kát með hreyfimynd þá arna. Fyrir það fyrsta fær íslenska sumarið loksins það sem það á skilið í bíómynd, það er að segja sumarnæturnar stela senunni. Lítið fer fyrir skrafrenningi, vosbúð og annarskonar kvillum sem hrjáð hafa margar íslenskar myndir í gegnum tíðina, en að sjálfsögðu er þarna staðalbúnaður og meginuppistaða íslenskra mynda fyrri ára, eins og geðveilur, fyllerí og allsber Hilmir Snær.

Maður verður reyndar grænn og gulur í eftirvæntingu eftir sumrinu enda sumarnætur á Íslandi bestar í heimi en að sama skapi virkar myndin eins og orkubúst á myrku snjóþungu febrúarkvöldi. Ef þú ert ekki búinn að fara farðu þá strax!

Flatey í hlutverki sjálfrar sín, húrra fyrir hönnuðinum!

14. febrúar 2008


Það er gott að búa á friðsælu landi! Svona leit forsíðan á mbl út laust eftir hádegi í dag:



bumbulíus gvag gvag

9. febrúar 2008


Kallinn Píp á ammæli í dag. Orðinn 30+ og miður sín eftir því. Gaf honum síams-svefnpoka og bakaði handa honum köku:


Hún hressti hann nú ekkert sérstaklega þó ég hafi gert tvöfaldan skammt af kremi...

1. febrúar 2008


Æ hvað ég vildi að ég væri atvinnulaus auðnuleysingi og gæti helgað Facebook eða Smettisritinu daga mína hér eftir. Gekk til liðs við Smettisritið í fyrradag og nú þegar er ég búin að finna glataða (týnda) frændann í Sveríki, orðin "Music Genius" í tónlistaráskorun, veit að lífsnúmerið mitt er 8, get spilað Tetris þangað til ég dett niður lífinu styttri, fá 10 á "hvaðveistuumteiknimyndir"-prófi, á 7 vini og fleiri á leiðinni ef þeir samþykkja mig og ef ekki er mér að mæta, og veit allt um hvað þessir samþykktu vinir eru að bralla og búin að smíða kort sem sýnir hversu víðförul ég hef verið til þessa. Úff hvað ég get gert margt í viðbót, lífið er leikur á Facebook. Og já svo er búið að kaupa mig á 1 dollar, af mágkonu minni! Ætli hún sé ekki að hefna sín síðan hún var seld fyrir andvirði sex mjólkandi kvíga, þriggja hænsna, tveggja rollna og endalausra eggja á hverfispöbbnum útí London um daginn. Það voru Írar sem gengu að tilboðinu nota bene. Fyrsta - annað - þriðja - SELD!

Til að sjá smettisrits-síðuna mína þarftu reyndar að byggja þinn eigin aðgang, þannig að þangað til þú gerir það ertu alveg glórulaus um hvað ég er að aðhafast þar.

En þó þykir mér verst að ég næ ekki fyrir nokkra muni að leysa vandamál Kenýa þó ég glöð vildi. Það er enginn hnappur í stillingunum sem gerir mér það kleyft. Líkar ekki að þessi yndislega hamingjusama og káta þjóð sem samanstendur af ættbálkum eins og títt er með þjóðir þar syðra, ætli að snúast gegn hvorri annarri og búa til eitthvað Rúanda ástand. Þetta brosandi fólk sem bjó í meðaldúfnakofum og föndraði sín eigin skilti á kofana sem á stóð "Grand Hotel Plaza Appartments" og bjó þar hamingjusamt með sín 7 börn og vissi ekkert hvað morgundagurinn bæri í skauti sínu. Vil ekki sjá myndina Hotel Rwanda endurtekna eftir 9 ár heldur vona ég að úr leysist og endirinn verði góður.

Ábending til fjölmiðla: við segjum Kenýa en ekki Kenía. Yppsilon takk! Landið heitir Kenýa takk fyrir með eða án kommu. Skemmtilegt frá því að segja að þessa síðu útbjó ég einmitt þegar ég var í VT 2001 og tók FrontPage áfanga.


VT er alltso hvorki ViginiaTech háskólinn þar sem voveifleg morð áttu sér stað né heldur Vörutorg heldur Viðskipta- og tölvuskólinn. Þannig að það sé á hreinu.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats