24. febrúar 2008


MIG LANGAR Í iPHONE MEST Í HEIMI!

Þvílík snilldar græja! Horfi girndaraugum á vinnufélaga mína sem eiga soleis, ekki þó á þá heldur símana þeirra. Ekki hægt að kaupa svona á Íslandi samt og það þarf víst sérstaklega að brjótast inn í þá til að nota hér. Kjánalegt dæmi og vona að það breytist fyrr en seinna. Þarna hefði maður músíkina sína, myndir ef maður vill og allskonar möguleika eins og til dæmis þennan:


Já það er gítar í símanum! Þyrfti þá ekki lengur að blístra gítarsólóin. Hentugt.

Jæja koma svo Apple fólk - selj'ann hér takk án vesenis og kvaða... plíííís.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats