27. júní 2008


Var að henda myndum frá göngunni inn á Flickr-ið.

Þá get ég sett þessa hráslagalegu göngu aftur fyrir mig og farið að einbeita mér að fjársjóðseyjunni í suðri sem ég ætla að heimsækja aftur eftir 97 klukkustundir. Og vera þar í ca. 504 klukkustundir eða 30.240 mínútur.

Veitir ekkert af þeim tíma, enda eigum við ærið verkefni fyrir höndum þar sem fjársjóðurinn er enn ófundinn. Síðast keyrðum við einungis um austanverða eyjuna, en ætlum nú að skoða hana allan hringinn og gera okkur líkleg til að nálgast eldfjallið í miðjunni ef drekinn leyfir.

Vorum síðast á Adeje ströndinni en verðum nú á Americas ströndinni (sem er rétt hjá) á að mér skilst gasalega lekkeru hóteli.

Morgunmaturinn á eftir að samanstanda af hráskinku og rauðvínsdreytli annan hvern dag og eggjum, beikoni og nýkreistum appelsínusafa hina dagana. Dagarnir fara í almennt chill og ævintýri inn á milli, víðs fjarri heimsendafréttamennskunni á Íslandi þessa dagana.
Krææææst hvað þetta verður ljúft líf. Get ekki beðið mikið lengur!!!!!

24. júní 2008


Mörkin í steríó.


Tekið yfir Mörkina og nánasta umhverfi kl. hálf þrjú að nóttu þegar við vorum nýstigin útúr þokunni uppi á hálsi. Morinsheiði heitir pönnukakan hægra megin við miðju og einnig má sjá glitta í Heljarkamb.

Þessi mynd er í rauninni saumuð saman úr fjórum þannig að úr verður löng ræma. Ef þú smellir á myndina sérðu hana betur en þarft þá reyndar að renna neðri stikunni til að sjá hana alla.

Ægilega gaman að sauma saman víðóma myndir.

Fullorðnu meðlimir hópsins voða kátir:


Ekkert barn var á þessum tímapunkti farið að lýsa því yfir að það vildi deyja því þetta væri svo fruktansvert allt saman, það kom síðar. Þær dauðahugsanir viku þó frá börnunum þegar rifjaðist upp fyrir þeim hvað þau ættu marga tölvuleiki heima hjá sér.

Voðalega fínir fossar upp eftir allri ánni, bið þennan afsökunar á að hafa troðið mér inn á hann.

20. júní 2008


Farin á röltið yfir Fimmvörðuháls. Hvur veit nema maður rekist á ísbjörn. Vona að það komi ekki til þess að ég þurfi að stúta honum í einhverri nauðvörn.

Þið sem ég er búin að koma upp á lagið með daglegum kroppasýningum verðið bara að fara að kaupa ykkur Playgirl eða eitthvað.

Adios!

19. júní 2008


Samantekt dagsins er stutt og hnitmiðuð:

Hverju er svo sem við þetta að bæta?

17. júní 2008


Þetta er engin keppni lengur! Á mínu myndaflakki í leit að efniviði í samantektir er ég búin að sjá það að eitt liðið er gjörsamlega búið að rústa keppninni. Króatar eru langflottastir og í langsamlega flottustu búningunum, að teknu tilliti til efnis, sniðs, hvernig hann fellur að líkamanum og ýmissa fleiri atriða sem reiknuð eru út frá sérstökum þokkastuðli!
Til dæmis fann ég enga mannsæmandi mynd af Þjóðverjum, Svíum, Frökkum (Ribéry var alltaf að þvælast fyrir) né nokkrum öðrum liðum. Þegar ég sá myndir af Króötunum missti ég mig hins vegar alveg og Króatar eru hér með úrskurðaðir HEIMSmeistarar!

Sönnunargagn A - Krrrææææææssssssttt!!!! Skrokkur í lagi.
I'm bringing sexy back - Ég mæti með æsandi bakið mitt:


Þennan á að reka útaf fyrir treyjutog - að toga í treyjuna án þess að fara úr henni!


Afturendi til eftirbreytni!


Eru ekki allir í samstuði:


Fallegir búningar á fallegum líkömum...


Oooo svo fínir þessir Króatar:


Hei ef þetta er ekki rangstaða hjá Pólverjanum þá veit ég ekki hvað rangstaða er! Passaðu þig maður!


Brottrekstrarsök!!! Hvað er þessi bolur að gera þarna???


Spánverjarnir kunna þetta - engir bolir á þeim bænum:


Hver vöðvi krepptur til hins ýtrasta...


Skemmtileg nánd alltaf í boltanum:


Sprauta honom með hestasterum kannski?!?!?!


Króatar eru búnir að vinna þetta í mínum augum. Portúgalirnir voru ágætir en Króatar eru alvöru.

ÁFRAM KRÓATÍAAAAAAA!!!!!!!!!

16. júní 2008


Verð að segja að mér finnast samantektirnar frá leikjum dagsins á EM snúast helst til mikið um rangstöður, aukaspyrnur, allavega lit spjöld, mörk og allskonar óþarfa þannig að ég ákvað að búa til mína eigin samantekt.
Í þeirri samantekt verður ekki stagglast á nöfnum, þjóðerni, leikfléttum eða öðrum atriðum sem ekki þjóna tilgangi í umfjölluninni sem slíkri.

Hér má sjá EM 2008 með mínum linsum, það sem mér hefur þótt standa uppúr í undanförnum leikjum.

Þessi mynd á nú ekki að þurfa neinn skýringartexta, ægilega fínir alveg hreint:


Voðalega er maður einmanalegur og snotur:


Með góðri einbeitingu og fullri athygli í leiknum má alltaf sjá glytta í mallakút:


Gott að hafa læri til að styðja sig við:


Kjöraðstæður til að horfa á fótbolta eru þegar rignir á vellinum, eða 52° hiti og treyjurnar límast...:


Ebony og Ivory:


Líffræði 101 - svona skulu læri líta út, ávallt! Fullkomin beiting á fótleggjum:


Já sæll!!! Ballettstökk bara:


Og svo sprikla:


Já! Hvað er maðurinn að gera þarna uppi:


Dans sumarsins:


Sérstaklega aðlaðandi knúsaðstæður er hafa myndast þarna:


Þetta ku allt snúast um þar til gerðan hringlaga hlut er nefnist bolti, sjá hér:



Samantekt dagsins lokið.

15. júní 2008


Finn mig knúna til að halda með Portúgal þetta árið:


Þegar ég átti eitt barn hélt ég með Ítalíu (sjá hér) en þegar ég er orðin tveggja barna móðir er fágunin orðin öllu meiri og kann ég betur að meta faglega unnin saumaskap en vel á borna olíu. Ákaflega skelfilega vel saumuð föt á hörmulega vel hönnuðum líkömum og punkturinn yfir i-ið eru hugguleg sólgleraugun...

Hræðilega vel heppnuð útkoma alveg hreint.

En hvaða vanviti fékk þá hugmynd að klæða hollenska liðið í smábarnabláa sokka við skærappelsínugular treyjurnar. Sumt fólk er bara ekki alveg með fulle femm...
Litapallíettan í mér bara fær flog og ég næ ekki alveg að einbeita mér að því sem ég er jú að reyna að fókusa á, þ.e. svæðið á milli buxna og sokka. Reka hönnuðuðinn núna takk!


P.s.
ÓBG vill meina að grísir og svín hafi háð viðureign í síðustu viku samanber þetta hér:


11. júní 2008


Þetta augnablik algjörlega bjargaði kvöldinu á mínu heimili í gær.
Dagurinn sem Svarthöfði mætti á prestastefnu.
ÓBG ærðist af kátínu þegar hann sá þetta í fréttunum í gær.
Óborganlegt.

8. júní 2008


Vei, fjölæru grænu gardínurnar mínar eru loksins komnar upp aftur!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats