28. september 2005


Siggeir flugkappi er væntanlegur til landsins á lördag eftir langa útlegð (að mér finnst allavega). Til að hafa eitt á hreinu Siggeir minn; hér á ég heima:



Hann ratar sennilega best um borgina úr lofti séð.

26. september 2005


Hélt í tvo daga að enn eitt endalausa hver-sagði-hvað-við-hvern-hvenær-og-hvar-og-hverjir-voru-vitni-að-því-og-hver-sveik-hvern-hvernig-og-hví-mál væri í uppsiglingu og var um það bil að taka meðvitaða ákvörðun um að ég ætlaði að hætta að fylgja því eftir því það væri hvort sem er klukkutímaspursmál hvenær maður væri hættur að skilja og hvenær maður væri kominn útí það að hreinlega hugsa í hringi af öllu saman.
Þá sá ég DV í morgun! Ahaa! Þá var þetta líka orðin spurning um hver svaf hjá hverjum eða kannski hver svaf ekki hjá hverjum og áhuginn lifnaði á ný. Nú er þetta orðið að þannig máli að Bold and the Beautiful bliknar í samanburðinum. Þvílíkt tilfinningalegt og viðskiptalegt drama! Nú er það popp og kók á línuna yfir hverjum fréttatíma... útvarpsfréttatímum líka. Svakalegt uppgjör í vændum væntanlega. Skyldi vera búið að selja kvikmyndaréttinn? Er ekki gráupplagt að John Grisham og Danielle Steele leiði saman hesta sína og útkoman verði hinn hrikalegasti reyfari með erótískum undirtón?? Ég bara spyr!

25. september 2005


Píp er hættur í gömlu vinnunni sinni! Alveg satt!
Hann ákvað að segja skilið við J(ónas(jesús))K(ristján(kristur)) lagnir, sennilega af því að það var ekkert G(uðmundur(guð)) í því.
Píp fékk nefnilega í vor sem leið vilyrði fyrir hugsanlegu aukahlutverki í Hollywoodískri hryllingsmynd af gamla skólanum (þ.e.a.s. ef óskað yrði eftir leikara af arískum uppruna), tækifæri sem hann gat ekki sleppt og sagði af því tilefni skilið við frekari landvinninga í pípulagningabranzanum í bili og brá sér í framhaldinu til Bandaríkjanna í sumar. Þar lét hann loksins verða af því, eftir stífar samningaviðræður við bíómógúla sem lofuðu verulega góðu, að kaupa sér sundlaugina í forngrískaefekkirómverska stílnum sem hann langaði alltaf svo í, verandi kominn með hugsanleg tilboð hist og her (að hans sögn). Þó hafði honum á því stigi málsins verið neitað um rullu í Klístvúd dramanu í Krýsuvíkinni; Flögg vorra feðra.
Hér að neðan má sjá mynd sem birt var með viðtali við tilvonandivilyrðis leikarann í nýjasta tölublaði Rising Stars of Hollywood þar sem hann einmitt fer mikinn í að lýsa leikarahæfileikum sínum og útliti. "You haven't seen such an Icelandic actor since Fjolli was and named" (var og hét).




Pip Plummer, a rising star in Hollywood!
Here photographed as an proud owner by his small oldfashion swimming pool!

(RSOH, tbl 9, 2005)

Svo kom reyndar babb í bátinn!

Vatnavextir og flóð ásamt umtalsverðum vindstreng fóru á haustmánuðum að gera verulegan óskunda í Bandaríkjunum sunnanverðum og þar sem Píp er frekar vatnshræddur að upplagi eftir að hafa lent í nærridauðalífsreynslu í Sundlauginni á Hellu árið 1984 gat hann ekki hugsað sér að búa á þessum viðsjárverða stað og ákvað í snatri að flytja aftur heim í öryggið til Íslands og halda áfram þar sem frá var horfið við að hemja vatnsaflið hjá fyrirtæki í gusubransanum sem heitir Presslagnir ehf.

Píp er semsagt búinn að skipta um vinnu!

Leiter...

23. september 2005


Í einskærum leiðindum og djúpri sjálfhverfu gúgglaði ég sjálfa mig áðan! Haldiði að það hafi ekki bara komið upp 2 myndir af undirritaðri... En gaman, og það einstaklega vondar myndir! Jæja, það er svosem sjaldan sem myndavélafóbískt fólk myndast almennilega. Gaman að þessu...


Hví þá ekki það!




Vesalings föðurlausa greyið.

22. september 2005


DÍSESS HVAÐ BOLTON VAR GEGGJAÐSLEGA GÓÐUR!!!

21. september 2005


Eru ekki allir í góðum fíling og tilbúnir fyrir veturinn bara?? Esjan komin með grátt í vanga og bíllinn skafaður í morgun og stemming... Ógnvænleg þróun í gangi þessa dagana. En við hjá hvarsemer eigum ráð undir rifi hverju; til að dagarnir verði ekki of dimmir og drungalegir og til að skammdegisdepurð nái ekki yfirhöndinni í hugarfylgsnum okkar og ykkar lesenda skulu dagar og mánaðarheiti á hvarsemer.blaðurskjóða.kom héðan í frá vera á ítalskri tungu! Með von um að allir haldist suðrænir og hressir í vetur.
Ciao í bili.

7. september 2005


Menn ætla augljóslega að fara að snúa sér að skriftum!
Hefði verið nær að planta frekar Ragga Bjaddna í þessa seðlastjórabankastöðu, Það starf er víst eitthvað sem vinnst með hangandi hendi.

6. september 2005


Bróðir minn var í sjónvarpinu í morgun og var kynntur inn sem fimmtán ára og fallegur! Geri aðrir betur! Sennilega var hann samt bara kynntur þannig af því að það rímaði... Ekki gátu þau sagt að hann væri feitur eða fjólublár því rauðbirkni sláninn er hvorugt.

Og af þróun þessa vef"seturs" eða stórbýlis öllu heldur kannski. Hvarsemer leggur sig að sjálfsögðu fram um að fylgjast með straumum og stefnum því ekki vill hvarsemer staðna! Starfsemin hefur nú vaxið og er orðin viðameiri því jú, getiði hvað?!? Hér hefur verið opnað lítið myndagallerí. Komnar eru inn myndir frá Kaliforníurúntinum (89 myndir af tjahvaðskalnúsegjamundiskjótaásvonaumþaðbil 1500 myndum) og fleiri myndaalbúm verða eflaust búin til ef eitthvað hressandi er í gangi í lífi Píp-familíu! Kannski maður smíði svona extreme makeover home edition albúm með þróun mála í Efstasundi eða eitthvað annað mis sniðugt... Kemur í ljós!

Jeminn eini hvað þetta er dásamlega unaðslega frábær græja. Okkur kom ekkert sérstaklega vel saman í fyrstu enda vorum við ekki alveg að skilja hvor aðra, en svo fórum við að skilja og PÚFF... Slitnar ekki á milli okkar snúran! Ef eitthvað réttlæti er í þessum heimi verður Mr. Apple sæmdur Nóbel-prísi fyrir þessa einstaklega þörfu, notadrjúgu og hagkvæmu uppfinningu! Tær Znilld!

3. september 2005


Eftir einangrun síðustu mánaða erum við litla fjölskyldan aftur komin í samband við umheiminn í gegnum rangala internetsins. Við höfðum það bara ágætt enda höfðum við nóg af vistum og vatni til að þrauka einangrunina og svosem búin að hafa ýmislegt fyrir stafni líka sem betur fer.

Meðal annars þetta:





Magnað hvað má gera í PhotoShop!
Nei já alveg rétt... Það var víst aðallega málning og sandpappír í þessu tilfelli!!!

2. september 2005


Geri fastlega ráð fyrir því að Bolton kolfelli þessa tillögu! Enda þykir honum aðstoð og hjálp af öllu tagi óþörf fjárútlát að manni skilst. Það þyrfti örugglega að endurskíra útgjaldaliðinn "Varnir gegn hryuðjuverkum náttúrunnar á Bandaríska ríkisborgara" eða eitthvað álíka...

Borgarstjórinn í New Orleans líkti þessum hamförum við Hiroshima! Þá hætti ég skyndilega að vorkenna blessuðu fólkinu enda ekki saman að jafna hreinrætuðum grimmdarógeðishryðjuverkum og náttúruhamförum. Munurinn á Bandaríkjamönnum (.org-hlutanum) og náttúrunni er nebbla sá að maður ber virðingu fyrir náttúrunni! Það antivorkunnar ástand varði þó bara næstu 5 sekúndurnar því sannarlega er ástandið í uppáhalds borginni minni seméghefaldreikomiðtil vægast sagt skelfilegt og ömurlegt upp á að horfa. Líklegra sennilega að maður ferðist til Atlantis í bráð heldur en New Orleans. Svo er Fats víst týndur ofan á allt annað.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats