14. október 2008

Buhu, það virðast allir bankarnir eiga bágt núna. Nema í þessu tilfelli getur litli maðurinn farið og hjálpað bankanum að byggja upp forða. Vúbbídúúúú....

Nenni svo sem ekki að væla með yfir ástandinu í þjóðfélaginu enda er maður svo sjálfhverfur að hvað getur maður sagt annað en; hvað er að ef ekkert er að?!?
Heilbrigð börn, frábær kall, þak yfir höfuð! Og tiltölulega örugg atvinna þó ekkert sé öruggt nú orðið...

Anyways, setti myndir úr sumarbústaðaferðinni inn á síðuna hans Kára svona fyrst netið er orðið þetta líka ægilega virkt aftur (routerinn var altso dáinn og lát tölvunnar sjálfrar var því orðum aukið). Þar má sjá hvernig hinn almenni Íslendingur leikur sér í kreppunni.

Eitt af því góða við kreppuna er gróskan á síðunni hans Dr. Gunna. Hver langa færslan á eftir annarri og alltaf er maður jafn sammála honum, enda hittir hann Gunnar Lárus naglann alltaf á höfuðið.

Þar með segi ég kreppuskrifum mínum lokið og lofa að skrifa ekki aftur fyrr en ég hef um eitthvað skemmtilegt að skrifa.

7. október 2008


Hér má sjá ótrúlega hresst leikskólabarn


að leika sér í snjónum á Brákarborg


í nýja fína gallanum frá Toggu frænku!


Svakalega ánægður með þetta allt saman!

5. október 2008


Mikið ofsalega er ég fegin og ánægð fyrir hönd heimila og fjölskyldna þessa lands að það er loksins aftur horfandi á Stundina okkar!
Það verður þá vonandi eitthvað minna um það þennan veturinn að frústreraðir foreldrar gangi í skrokk á selum eða öðrum hrútleiðinlegum fígúrum sem eiga sér einskis ills von.
Lifi Þórður húsvörður!

Þá er bara næsta missjon að koma Íþróttaálfinum fyrir kattarnef...
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats