30. janúar 2006


mán. 30.1.2006:
sólarupprás 10:14
og
sólsetur 17:08.

Í fyrsta skipti síðan einhvern tíman á síðasta ári er maður ekki að álpast heim úr vinnunni eftir sólsetur! Þvílíkur munur. Loksins finnst manni þetta allt saman vera á réttri leið, gjörsamlega búin að óverdósa á myrkrinu. Þeir segja að maður geti verið of mikið í sólinni og nú er maður klárlega búinn að fá allt of stóran skammt af myrkri. Óska mér og öðrum 9-5urum til hamingju með að geta hér með gengið út í sólina að vinnu lokinni!

Happdrætti háskólans rænt í dag!

Geri fastlega ráð fyrir að ræninginn hafi verið með þessa grímu:

Nema hann hafi valið að vera með kanínugrímuna, eða batmangrímuna eða.....
Það er svo sem búið að vera nóg úrval af grímum í auglýsingunum frá þeim.

28. janúar 2006


Á þessum síðustu og verstu höfum við skötuhjúin rætt það að reyna að koma einhverjum varningi í okkar eigu í verð! Teljum okkur þó ekki án bíla né húsnæðis geta verið en rákumst á möguleika áðan sem okkur hafði einfaldlega ekki dottið í hug... Sjá hér. Seljann á 5ðús kall bara! Gætum reyndar spunnið upp einhverja hrakfallasögu og sýnt fram á kvittanir fyrir útlögðum kostnaði til að hækka gróðann umtalsvert. Hvað kostar til dæmis útkall hjá slökkviliðinu til að bjarga lofthræddri písl. Eða þyrluútkall ef út í það færi. Kötturinn gæti nú alveg hafa fundist uppi við Hvannadalshnjúk og þá þarf ekkert minna en þyrlu til að ná honum niður. Fixa reikning bara og rétta þeim Bjart. Má vel athuga þetta nánar...

Jæja þá er komið að því, Geir Ólafs ætlar að taka þátt í júróvisjon forkeppninni í kvöld! Ef áfram hann færi væri það eflaust einhver sú jafnbesta hugmynd sem íslenska þjóðin hefur fengið síðan Anna Mjöll var send! Til hvers ættu Evrópubúar svo sem að halda að Íslendingar séu þjóð með öllum mjalla.

9. janúar 2006

2. janúar 2006


Gleðilegt ár kæru velunnarar og vinir nær sem fjær!

Heldur betur hófum við fjölskyldan nýja árið með stæl! Boðin í kaffi og kruðerí á Bessó til ÓRaGríms og Dóru Mus þar sem forseti vor ákvað að sæma píp riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framúrskarandi störf í þágu dulrænna málefna á sviði orkumála.



Nenntum að vísu ekki að mæta fyrr en athöfnin var byrjuð en það var nóg til þess að fá jólaöl og mömmukökur og eina orðu (þeir voru voða akkúrat á fjölda medalía, hefði ekkert verið slæmt að fá eina auka og selja á ebay). Nenntum svo ekki heldur að hlusta á einhverja ræðu og svoleiðis bull eftir afhendinguna þannig að við létum okkur bara hverfa eftir að hafa endurraðað aðeins málverkum í amtsstofunni enda var þeim raðað af einstöku smekkleysi og litblindni.
En svona líka ægilega gaman að þessu!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats