29. september 2007


Valur Íslandsmeistarar og Þróttur kominn upp. Gæti þetta orðið eitthvað betra?


Já ef KR fellur!


krossafingurkrossafingurkrossafingurkrossafingurkrossafingurkrossafingurkrossafingurkrossafingurkrossafingur.

28. september 2007


Sjaldan er góð vísa of oft kveðin!



Bara svona af því að það er föstudagur...

26. september 2007



Opperation Ørnen:

vs.

Opperation Miðborg:


Opperation Pólstjarna hvað???

24. september 2007


Í tilefni fyrri færslu og þarfrar umræðu um tal- og skrifhefta einstaklinga og málfar almennt, má ég til með að skylda ykkur til að hlusta á ÞETTA. Það þarf reyndar að spóla á 28. mínútu, nánar tiltekið 27 mín. og 51 sek. og sketsinn varir svo fram á fimmtugustu og þriðju sekúndu þrítugustu og annarrar mínútu. Þarna koma við sögu afturbeygð fornöfn í boðhætti og frásagnir í þáliðinni tíð og ég hélt ég yrði bráðkvödd af hlátri þegar ég heyrði þetta fyrst. Nei án gríns. Hlustaðu á þetta - annars kveiki ég í mér!

23. september 2007


Vissuð þið að Salma Hayek er fertugasta&fyrsta ára og að Marcel Marceau var átttugasta&fjórða ára??? Haaaa hváir einhver núna og veit ekkert hvað ég er að fara!
Málið er að þarna komum við enn einu sinni að fordómum mínum í garð forheimskra, hvort sem þeir eru framsóknarmenn eða málhaltir!
Regla númer eitt - Maður setur ekki punkt á eftir aldri fólks! Það gerir töluna að raðtölu (1. - fyrsti, 23. - Tuttugasti&þriðji). Sjá nánari útlistun hér. Það getur svo sem vel verið að ég sé að fara að halda upp á minn 30. afmælisdag eftir marga mánuði en það veit Guð og ég sjálf að ég verð ekki 30. (þrítugasta) ára heldur 30 (þrjátíu) ára. Ég er meira að segja búin að bíta það í mig að ef ég fæ kort í partíinu mínu þar sem mér er óskað til hamingju með að vera 30. ára hendi ég þeim hinum sama út, eftir að hann hefur afhent mér pakkann minn, því málhelti/skrifhelti ógildir miðann!
Þetta er bara eitthvað sem hefur alltaf gert mig vitlausa, að sjá jafnvel gáfaðasta fólk setja punkt á eftir aldri. GAAAAAARRRRGGGGGÉGGÆTIORÐIÐBRRRJÁLUÐ!!!!!!!

En fyrst við erum byrjuð að tala um svona kvilla hjá fólki og ég orðin svona trekkt; hvað er málið með að SKROLLA?????

(Skrolla(-ði): vera gormæltur, nota úfmælt r í stað tannbergsmælts)

Úffff don't get me started.... Sko skroll hef ég bara aldrei skilið og mun aldrei skilja, af hverju fólk sem hefur jafnvel menntað sig helling og siglt um heimsins höf, staldraði ekki aðeins við til þess að læra að tala!
Í skólanum sem ég var í síðast skrollaði skólastjórinn sjálfur og þú fyrirgefur það var nú bara lífsins ómögulegt að taka þann mann alvarlega skrollandi eins og hann ætti lífið að leysa.
Hef reyndar sæmilega náð að leiða þennan kvilla hjá mér þangað til núna, þegar skrollandi maður var kjörinn á þing. Hafði litla þolinmæði fyrir fréttum af þingi en núna þegar liðið kemur aftur saman 1. (fyrsta sjáiði - raðtala) okt. eftir hálfs árs frí þá mætir ægilega stoltur durgur frá Selfossi, eins og það sé ekki nóg heldur skrollar hann líka, á þing í fyrsta skipti. Úff mér er orðið heitt í hamsi, vatnssopa takk. Já hvert vorum við komin... Já semsagt nú á maður eftir að heyra í þriðja hverjum fréttatíma..."vég fgamsóknagmenn egum kjánag..." Guð minn almáttugur, svo er hann framsóknarmaður líka... málhaltur og framsóknarmaður... mér fallast hendur. Get ekki meir.... fjórtán maríubænir. Ég vona að hann verði umsvifalaust sendur í talkennslu ellegar haldi sig til hlés og láti aðra um ræðuhöld.

Úff til að ég sálgreini sjálfa mig aðeins held ég að upphafið að þessum reiðipistli mínum sé biturleiki yfir að verða 30 ára innan skamms. Gömul með punkti eður ei.

22. september 2007


Ég bara get ekki hætt að dást að forkunnarfagra sandblásna sprautulakkaða pottofninum inn á nýuppgerða baðherberginu mínu.


Það hlýtur að benda til þess að ég sé búin að búa mátulega lengi með pípara!

20. september 2007


Akkúrat á þessari mínútu er þessi herra :-) 25 ára! Setjum á hann stórt glott í tilefni dagsins :-D

17. september 2007


Ef svo bæri undir, hvort mundi ég setja Bjart í PET scan eða CAT scan?

Bara pæling.

14. september 2007


Google á afmæli í dag - liðin eru 10 ár síðan tveir njerðir tóku lénið frá og byrjuðu svo í framhaldinu að smíða leitarvélina í bílskúrnum heima hjá sér sem hefur sennilega ekki verið mjög hávaðasöm vinna.

Þá lá fyrir uppkast að síðunni sem leit nokkurn veginn svona út:

Nafnið á síðunni útskýra þeir svona:

"Lénsheitið er óhefðbundin stafsetning orðsins ‘googol’, sem þýðir tíu í hundraðasta veldi..."
Mjög í anda njarða.

En fyrst maður er búinn að nota Google svona lengi og sögnin að "gúggla" við það að detta inn í orðabækur er kominn tími til að breyta til og verða umhverfisvænn í leiðinni (vei vei kolefnisjafna kannski netvafrið bara líka...).

Síðan Blackle.com er hönnuð með það í huga að eyða minna rafmagni en leitarsíður eins og Google.com. Litir í bakgrunni vefsíðna eyða nefnilega mismunandi miklu rafmagni. Hvít skjámynd eyðir t.d. 74 vöttum á meðan svört skjámynd eyðir 59 vöttum. Það mun þó fara eftir aldri tölvuskjáa, á LCD skjáum er munurinn til að mynda hverfandi. Einhverjir spekingar hafa svo reiknað það út að ef Google-umferðin færi um síður í anda Blackle yrði orkusparnaðurinn sem nemur 750 megavöttum á ári. Nei megavött er víst ekki eitthvað sem maður notar ofan á brauð...
Kárahnjúkavirkjun er t.d. 690 MW er mér sagt og hef ég hvorki vitneskju né nægan áhuga til að reyna að rengja það. Á forsíðunni hjá Blackle er svo hægt að sjá hve mörg W hafa sparast nú þegar.

Annað afmælisbarn dagsins er mamma hvarsemer. Einhvern veginn finnst mér í framhaldi af þessum pistli liggja beinast við að "blakkla" afmælisbarninu! Mamma hvarsemer á Blackle.

12. september 2007


Hip hip húrra! Blogger (forlagið sem gefur út þessa síðu) er byrjað að bjóða upp á möguleikann að setja inn víðjó, altso það er ekki lengur þörf á að ljósrita einhverja youtube-tengla inn í pistlana sína, heldur hleður maður bara myndbandi af eigin vali beint inn í bloggpistilinn sinn. Allt innbyggt!

Við fögnum tækninni mjög og það er því með miklu stolti og gleði í hjarta sem Hvarsemer-samsteypan kynnir nýjustu afurð framleiðanda metsöluplötunnar Pípandi ást sem kom út árið 2004, sællar minningar, og seldist í bílförmum. Hér er hann aftur mættur; hinn eini sanni - óviðjafnanlegi - aðeins þetta eina skipti - einungis fáanlegur á BETA-spólu í takmarkaðan tíma - for your eyes only...

PÍP - Trúðurinn sem hann er!!!!
Heimildamynd



Varúð. Viðkvæm lungu gætu gripið andann á lofti eða í versta falli misst hann þegar um það bil 0:18 eru liðnar af myndbandinu.


Persónur og leikendur:

Trúðurinn Píp: Píp

Leikstjóri: Frú Píp
Myndataka: Frú Píp
Leikmynd: Frú Píp
Búningar: Píp
Tónlist: Píp
Lýsing: Frú Sól
Hljóð: Lil Píp & Mini Píp
Dreifing: Internet

Myndin var tekin on lókeisjon á heimili Pip-family.
Misnotkun varðar við lög, ljóð og munnmælavísur.
Engin Píp voru sköðuð eða slösuð á nokkurn hátt við gerð þessarar myndar, utan eins er hrasaði á voveiflegan hátt og þjáist af ekka af alvarlegum stofni í kjölfarið. Málið er í rannsókn.
Þessi mynd var tekin á Canon PowerShotA520 og er sjáanleg í tölvunni yðar fyrir tilstilli Blogger.com og ADSL tengingarinnar yðar.

Hvarsemer-samsteypan ehf.is

MMVII

11. september 2007


Fyrstu dagarnir í vinnunni fóru að miklu leyti í þetta:


Yfirfara pósthólfið og henda!

Spam vinkona mín og Hinir&þessirklúbbar vinir mínir sendu mér mörg þúsund pósta á meðan ég var í burtu. Gott að einhver saknaði mín...

7. september 2007


Það þurfti sko ekki að tilkynna mér með einhverri sjálfbærri fréttatilkynningu í Fréttablaðinu að Maltesers sé ógeð! Hefði getað sagt ykkur það fyrir að löngu síðan að Maltesers er óætt drasl! Ojbarasta!

Það liggur samt við að vitneskjan um örsmáar gúmmíagnir fái það til að hljóma forvitnilegt í mín eyru.

Sjálfboðin innköllun?!?!?!?! Hvað er það? Aldrei heyrt annað eins bull!

Í kjölfar andláts þess síðarnefnda og misskilnings sem hefur breiðst út í framhaldinu, skal því komið á hreint hér og nú að Ingólfur Guðbrandsson og Luciano Pavarotti eru ekki bræður!

Hið rétta er að þeir eru feðgar.

Ingólfur sem kornungur maður ferðaðist alla leið suður á ítölsku rivíeruna á fjórða áratug síðustu aldar og kynntist þar lystisemdum ítalskrar grundar sem og sprunda. Þar með hófst uppbygging þess ferðamálaveldis sem hefur orðið lífsstarf Ingólfs.

Lúsi eins og Ingólfur kallaði hann ku hafa komið undir í þessari fyrstu reisu hins óharnaða ferðamálafrömuðar og voru þeir feðgarnir í mjög góðu sambandi, þó alltaf megi gera betur og er sonurinn syrgður mjög.

Þeir feðgarnir áttu til dæmis alltaf í viðskiptum við hártoppagerð Sigurjóns á Sundlaugarvegi, síðar London, og voru einnig ónýtir mjög ef Ebba hjá Snyrtistofu Ebbu sá sér ekki fært að lita og lagfæra augabrúnir þeirra þegar mikið lá við.

Foreldri ætti aldrei að þurfa að horfa á bak barni sínu og vottar Hvarsemer hlutaðeigandi virðingu sína.

5. september 2007



Þá og nú... 365 dögum og 8 klst. síðar.


Elsku yndið hann Kári minn á afmæli í dag!

Það er altso ár síðan Magna-manían var í gangi - ár síðan ég sá fram á árs "frí" - ár síðan Óli Bjarki var pínulítið kríli (að mér fannst) að byrja í skóla.

Hve tíminn flýgur!

Hér má sjá nokkrar svipmyndir úr partíinu sem Kári hélt fyrir fjölskylduna í kvöld, hann blés á kerti (með smá hjálp), lék sér með dótið, fann sig knúinn til að svara símhringingu sem hann taldi sem vera að fá úr fjarstýringu, spjallaði við fólkið og át kökur en var samt alltaf með hugann við það að vera flottur í skyrtunni og passa að ekki kæmi svo mikið sem ein krumpa á bindið.


Til hamingju sæti!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats