7. maí 2004

Vonbrigði gærkvöldsins!

Í fyrsta lagi: á ekki þægileg náttföt, ekki komin á náttfataaldurinn ennþá!
Í annan stað: endalokin voru klisjukennd, væmin og asnaleg. Gæti hugsast að 2 bjórar hafi haft áhrif á dómgreind mína til þess að leggja mat á þáttinn, en þetta var ekki endir að mínu skapi. Hei, hverjum leiðist í París fyrir það fyrsta??? Af hverju þarf þetta svo að enda eins og hvert annað ævintýri sem á sér enga stoð í veruleikanum (ekki það að kvenfólk sem eyðir hundruðum þúsunda í skó á mánuði eigi sér heldur stoð í raunveruleikanum...). Prinsinn á hvíta hestinum (sem heitir nota bene bara Jón) bjargar Karrý frá vonda útlendingnum sem ætlaði að draga hana frá öllu sem skiptir hana máli. Sko, nóg með að stelpur séu aldar upp í því að þær verði ekki happy nema að finna sér 1. flokks prins, að þar að auki svona þáttaröð skuli enda á því að allar 4 sjálfstæðu konurnar séu himinlifandi og lífsfyllingunni náð með því að vera komnar í öruggan karlmannsfaðm. Carrie hefði allavega átt þá að enda með Aidan, hann var unaðslegur; Samantha hélt ég að mundi láta í minni pokann fyrir krabbanum; Charlotte átti að fara aftur í listagallerísbransann og losa sig við barnaþráhyggjuna í bili, hefði örugglega orðið ólétt um leið við að losa sig við hana; og Miranda átti að flytja aftur til Manhattan og planta niður fleiri börnum og allir að lifa hamingjusamir það sem eftir væri, að vísu með hefðbundnum skakkaföllum, sem ríða yfir annað slagið og angra hvern sem er.
Í þriðja lagi: Voðalega get ég tuðað...

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats