Allavega ég er farin að hafa áhyggjur af því að ég sé að verða aðeins of rúðustrikuð með aldrinum... það þarf allt orðið að vera svo skipulagt, samt aðallega það sem snýr að heimilinu! Sem er svolítið asnalegt af því að í eðli mínu er ég frekar spontant... samanber Kenyaferð og Spánarferð, og innst inni leiðist mér of mikið skipulag og er frekar í því að stökkva á tækifæri sem gefast og vitleysast eitthvað.
Kannski er ég að verða tvískiptur
persónuleiki!!! Eða kannski er þetta bara passleg blanda: Skipulögð ævintýramanneskja! Þá gerir maður kannski enga vitleysu á meðan...
P.s. Mikið rosalega er Danska lagið með Bítlavinafélaginu ennþá skemmtilegt lag og eldist vel!
Heyrði það í úbartinu áðan og var alveg að fíla það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli