Já árinu að ljúka og nýtt að hefjast. Af því tilefni langar mig að leggja til að dagsetning áramóta verði í framtíðinni miðuð við sumardaginn fyrsta! Þá eru einhvern veginn miklu meiri tímamót og bjartari tíð með blóm í haga framundan :) Svo er líka ómögulegt að ætla að setja sér einhver heilsuvænleg áramótaheit þegar myrkrið og stormarnir ráða ríkjum. Þá vill maður bara setja sér það heit að kúra inni hjá sér og borða mikið af góðum og óhollum mat og eyða kvöldunum með köllunum sínum. Amen.
Mosfellskt fjölskylduvænt áramótateiti í kvöld og það kemur til með að líta nokkurn veginn svona út samkvæmt partíhaldaranum:
Dagskrá
18:30 - Fólk mætir - Fordrykkur
19:00 20:00- Borðhald hefst
20:00-22:25 - Annálar, partýleikir og annað sem fólki dettur í hug. Guðmundur Páll Ólafsson hefur tækifæri á að æfa eins og eitt lag á nýja gítarinn fyrir kvöldið og tekur kannski lagið af nýju sólóplötunni sinni, Pípandi ást.
22:25-23:19 - Áramótaskaupið
23:19-23:55 Upphitun og uppröðun flugelda. Aðeins tekið í Singstar - Kariókí og partýleiki, Ljóðalestur úr bókinni Lendur Elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur
00:00 Flugeldaveisla
Eftirpartý
Þetta ætti að geta orðið alveg sérdeilis ágætur mannfagnaður og svei mér þá ef maður leggur ekki til Popppunkts-spilið í skemmtiatriðaflokkinn. Það er jú með eindæmum hressandi spil og um að gera að nýta tækifærið og fá einhvern til að spila við sig þar sem Píp er jú eitthvað tregur til þess eftir að ég hringaði hann hérna um daginn. Eða svo gott sem.
Góða skemmtun í kvöld fólk og gangið hægt um gleðinnar dyr.
