30. júní 2004


Það hlýtur að vera ódýrara að kaupa opnanleg fög á alla gluggana í glerhúsinu mínu heldur en að kaupa 16.000.000 kr. loftræstikerfi sem framleiðir bara þungt loft!

Ótrúlegt fyrirbæri þetta kerfi, maður má ekki opna þessa fáu opnanlegu glugga sem eru á bakhliðinni og fá inn ferskt og gott sumarloftið af því að þá ruglast loftræstikerfið í ríminu og fer í klessu bara. Sniðugt!

Þetta með að vilja kaupa loft er örugglega sama element og fær fólk til að kaupa vatn á Íslandi eða deyja úr þorsta upp á fjöllum við fagran fjallalæk...

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats