25. desember 2004


Gleðileg jól kæru ættingjar, vinir, nærsveitungar og allir lesendur nær og fjær. Aðfangadagskvöld var dásamlegt sem endra nær og maturinn frábær og gjafirnar líka. Litli píp hefur eignast bróður sem hann skilur ekki við sig eina mínútu og það mun vera Viddi úr Toy Story, upptrekkt tuskudýr sem spjallar við hann og leikur. Hinn Píp fékk Fender frá okkur hér á Hvarsemer og verður örugglega farinn að gaula "ÓlafíahvarerVigga" af fullum krafti á nýja árinu. Nánar um jólagjafir og jólaát síðar.

Okkur var að berast rétt í þessu glæný gervihnattamynd tekin úr gervihnettinum Jónas sem staddur er yfir Kanada, nánar tiltekið yfir Klettafjöllunum og Jasper þar sem einmitt Tobba og Gaui eru að renna sér þessa stundina og ef vel er að gáð má sjá að þetta eru þau á fleygiferð niður brekkurnar.



Jæja borða meira... Blóðsykurinn að falla!

P.s. Píp gaf mér Mugison en engan Popppunkt. Sem er vísindaleg sönnun þess að hann heyrir ekki nema helminginn af því sem ég segi...

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats