2. desember 2004


Vissi að von væri á ammælispakka frá Toggu hinni Ammrísku til Lil'pip með hraðflugpóstimeðvængiogallt, en svo óheppilega vildi til að ég var ekki heima þegar FedEx kallarnir komu skransandi á ljóshraða að heimili mínu. Þeir skildu eftir háfleygan miða í póstkassanum mínum með skilaboðum um að hafa samband í hvelli við FedEx - strax! og þeir mundu koma pakkanum til mín í einum logandi grænum. Hringdi að sjálfsögðu á slaginu 9 í morgun og bað um að fá pakkann til mín í vinnuna! Ekki málið sendum hann þangað á stundinni og ekki mínútu síðar! Klukkutíma síðar opnast hurðin í vinnunni hjá mér og inn koma tveir menn með kassa á stærð við meðal baðherbergi á milli sín. Man að ég hugsaði - er Togga alveg búin að tapa sér?!?!?! Svo þegar ég ranka við mér aftur úr rotinu frétti ég að þetta var alls ekki Toggu pakki sem fyllti upp í móttökuna á L182 heldur nýr sófi á vinnustaðinn. Hjúkk... Togga er ennþá með fullu viti... (alls ekki sjálfgefið sko)

P.s. Rétti pakkinn kom svo nokkrum mínútum síðar og vá hvað sá og innihald hans eiga eftir að vekja mikla kátínu hjá ungum manni :)

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats