Ég var ekki búin að núa hótelinu sem við verðum á um nasirnar á ykkur, er það nokkuð? Þetta verður okkar huggulega heimili næstu vikuna og hér eru ítarlegri upplýsingar fyrir áhugasama. Lítur út fyrir að vera paradís og minnir mig satt að segja á Whitesands hótelið í Kenya sem við vorum á í denn, ekki leiðu að líkjast þar. Úff hvað þetta verður notalegt. Ef ég kem ekki heim eftir viku, óttist eigi heldur setjið frímerki á afturendann á ÓBG og sendið hann á þetta heimilisfang:
Parque Del Sol, c/o Perla Thrastar
Playa Fababe
38660 Costa Adeje
Tenerife
Islas Canarias
Við komum svo í heimsókn um jól og áramót... ef við nennum.
Já, það er ljóst að miðað við hvað ég er hátt uppi núna og ánægð með þetta allt saman, að einhver þarf að grípa mig í fallinu þegar ævintýrið verður afstaðið í næstu viku.
En þangað til ætla ég að vakna 7 sinnum og haga morgunmatnum mínum nokkurn veginn á þennan hátt:

Engin ummæli:
Skrifa ummæli