Vissuð þið að Salma Hayek er
fertugasta&fyrsta ára og að Marcel Marceau var
átttugasta&fjórða ára??? Haaaa hváir einhver núna og veit ekkert hvað ég er að fara!
Málið er að þarna komum við enn einu sinni að fordómum mínum í garð forheimskra, hvort sem þeir eru framsóknarmenn eða málhaltir!
Regla númer eitt - Maður setur ekki punkt á eftir aldri fólks! Það gerir töluna að raðtölu (1. - fyrsti, 23. - Tuttugasti&þriðji). Sjá nánari útlistun
hér. Það getur svo sem vel verið að ég sé að fara að halda upp á minn 30. afmælisdag eftir marga mánuði en það veit Guð og ég sjálf að ég verð ekki 30. (þrítugasta) ára heldur 30 (þrjátíu) ára. Ég er meira að segja búin að bíta það í mig að ef ég fæ kort í partíinu mínu þar sem mér er óskað til hamingju með að vera 30. ára hendi ég þeim hinum sama út, eftir að hann hefur afhent mér pakkann minn, því málhelti/skrifhelti ógildir miðann!
Þetta er bara eitthvað sem hefur alltaf gert mig vitlausa, að sjá jafnvel gáfaðasta fólk setja punkt á eftir aldri. GAAAAAARRRRGGGGGÉGGÆTIORÐIÐBRRRJÁLUÐ!!!!!!!
En fyrst við erum byrjuð að tala um svona kvilla hjá fólki og ég orðin svona trekkt; hvað er málið með að SKROLLA?????
(Skrolla(-ði): vera gormæltur, nota úfmælt r í stað tannbergsmælts)
Úffff don't get me started.... Sko skroll hef ég bara aldrei skilið og mun aldrei skilja, af hverju fólk sem hefur jafnvel menntað sig helling og siglt um heimsins höf, staldraði ekki aðeins við til þess að læra að tala!
Í skólanum sem ég var í síðast skrollaði skólastjórinn sjálfur og þú fyrirgefur það var nú bara lífsins ómögulegt að taka þann mann alvarlega skrollandi eins og hann ætti lífið að leysa.
Hef reyndar sæmilega náð að leiða þennan kvilla hjá mér þangað til núna, þegar skrollandi maður var kjörinn á þing. Hafði litla þolinmæði fyrir fréttum af þingi en núna þegar liðið kemur aftur saman 1. (fyrsta sjáiði - raðtala) okt. eftir hálfs árs frí þá mætir ægilega stoltur durgur frá Selfossi, eins og það sé ekki nóg heldur skrollar hann líka, á þing í fyrsta skipti. Úff mér er orðið heitt í hamsi, vatnssopa takk. Já hvert vorum við komin... Já semsagt nú á maður eftir að heyra í þriðja hverjum fréttatíma..."vég fgamsóknagmenn egum kjánag..." Guð minn almáttugur, svo er hann framsóknarmaður líka... málhaltur og framsóknarmaður... mér fallast hendur. Get ekki meir.... fjórtán maríubænir. Ég vona að hann verði umsvifalaust sendur í talkennslu ellegar haldi sig til hlés og láti aðra um ræðuhöld.
Úff til að ég sálgreini sjálfa mig aðeins held ég að upphafið að þessum reiðipistli mínum sé biturleiki yfir að verða 30 ára innan skamms. Gömul með punkti eður ei.