9. ágúst 2007


Ég er komin aftur... til að segja ykkur að ég er farin aftur! Í detox í Póllandi eftir sukk og svínarí síðustu 2 vikna. Heyrumst eftir helgi.

En eins og ávallt vil ég ekki að ykkur leiðist á meðan kæru lesendur og ætla að deila með ykkur besta tónlistarmyndbandi sem gert hefur verið norðan Alpafjalla. Það má vel vera að allir hafi séð það áður en þetta myndband er hreinlega þess eðlis að það er ekki hægt að horfa of oft á það, alltaf einhverjir skemmtilegir díteilar sem maður rekur augun í við hvert áhorf.

Það er hrein unun á að horfa hvar sem á er litið; vel útfærðir og þaulæfðir dansar fluttir af færustu dönsum sem völ var á og hvergi feilspor að sjá, tæknibrellur sem hafa slegið allt út á sínum tíma, leikmynd sem hefði hæft flóknustu kvikmyndaafrekum þess tíma, lýsingin óaðfinnanleg og að ég tali nú ekki um örugga sviðsframkomu söngvaranna tveggja og listilega saminn lúnkinn texta í limruformi. Þetta er hreint meistaraverk!

Gjörið svo vel og gerið yður þann greiða að horfa á myndbandið allt til enda. Það er þess virði!



Hver segir svo að það sé leiðinlegt að vinna á leigubílastöð þegar maður fær svona símtöl:



Svo vil ég líka bara láta ykkur vita að það eru komnar nýjar myndir frá sumarferð Rembings inn á Flickrið og myndir úr bústaðnum inn á síðuna hans Kára. Tengla á hvort tveggja má finna ef þér hvarflið augunum eilítið til hægri og ef til vill örlítið upp eftir skjánum.
Já ég er haldin einhverri lotugræðgi á Flickrið núna eftir að ég hófst handa við það aftur, enda búin að kolefnisjafna það; borgaði nokkra peninga og má henda inn eins mörgum myndum og mér sýnist! Vei vei.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats