Jæja, þá nálgast páskafríið óðfluga sem þýðir að við hjá hvarsemer skundum í bústað til hans Björns bónda í Úthlíð. Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði og fara með allri familíunni í bústað. Sé ég tár á hvarmi? Ó seiseinei. Að öllum líkindum verður lítið blaðrað hér á meðan þannig að ég legg allt mitt traust á að allir hafi það gott um páskana! Og munið nú um hvað páskarnir snúast mestmegnis, sama hvað hver segir:

Súkkulaðireglur
I. Ef þú ert með bráðnað súkkulaði á öllum fingrum þá ertu að borða það of hægt.
II. Súkkulaðihúðaðar rúsínur, jarðarber og kirsuber telst allt til ávaxta þannig að þú getur borðað eins mikið af því og þú vilt.
III. Þegar þú kaupir þér súkkulaði í verslun í góðu verðri getur það mögulega bráðnað meðan keyrt er. Þú verður að borða það á bílastæðinu.
IV. Borðaðu súkkulaði fyrir hverja máltíð. Þannig minnkar matarlystin og þú borðar minna.
V. Meðalstór skammtur af súkkulaði sér þér fyrir kaloríuskammti fyrir allan daginn. En sniðugt!
VI. Ef þú getur ekki borðað allt súkkulaðið sem þú átt þá geymist það vel í frystinum. En hvað er eiginlega að þér þegar þú getur ekki borðað allt súkkulaðið sem þú átt?
VII. Ef þú ert smeyk/ur við kaloríurnar settu þá súkkulaðið ofan á ísskápinn. Kaloríur eru lofthræddar og hoppa úr súkkulaðinu til að forða sér.
VIII. Ef þú borðar jafn mikið af hvítu súkkulaði og dökku súkkulaði þá jafnast það út og þú fitnar ekki neitt.
IX. Það er mikið af rotvarnarefni í súkkulaði en rotvarnarefni láta þig líta unglega út.
X. Af hverju eru ekki til nein samtök fyrir fólk sem vill hætta að borða súkkulaði? Tja, það vill enginn hætta!
XI. Ef súkkulaði væri ekki til þá væru ekki til neinar aðhaldssokkabuxur. Við getum ekki hætt að borða súkkulaði því þá eyðileggjum við heilan fataiðnað.
XII. Settu “Borða súkkulaði” efst á listann yfir hluti sem þú þarft að gera yfir daginn. Þannig kemur þú altént einum hlut í verk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli