
Fullkomið útlit á síðunni núna mar, Colin og sólblóm... Hvað getur maður mögulega þurft meira til að lífga upp á tilveruna?!?!
Jæja, það er alveg brjálað að gera í afmælum þessa dagana... til hamingju með afmælið í dag brósi og til hamingju með afmælið í dag Árný bumbukona :)
Svo var það nottla óvissuferðin og afmælið hennar Ólafar um helgina. Aðra eins ÓVISSUferð hef ég ekki vitað þar sem á tímabili var algjör óvissa um hvort við færum eitthvað lengra en á Select við Vesturlandsveg vegna "phsyco" rútubílsstjóra. Grey karlinn var svoleiðis fúll og leiðinlegur að það hálfa hefði verið hellingur og þó það hafi verið búið að semja um það við rútubílastöðina að við mættum sötra bjór í rútubílnum, þá tók hann það sko ekki í mál (varla gos heldur) og hann svoleiðis tuðaði og röflaði til skiptis og sakaði okkur svo um ókurteisi og dónaskap, þannig að á endanum fengum við bara nóg þó við værum ekki komin lengra enn uppí Select.
Þá var hringt í rútubílastöðvareigandann og hann brást skjótt við og sendi okkur ungan og hressan bílstjóra enda hafði sá gamli á því stigi lýst því yfir að hann færi ekki lengra með okkur!!! Og hananú. Hann var sko búinn að keyra rútu síðan 1976 og hafði aldrei kynnst öðru eins!!! Ég þarf vart að taka fram að við höfðum verið ægilega kurteis og fín og reynt að spjalla hann til en ekkert gekk! Bossinn á rútubílastöðinni var svo fúll útí gamla að hann lét kallgreyið bara koma sér sjálfur heim og það síðasta sem sáum af honum var á röltinu á vesturlandsveginum að reyna að fá far niðreftir...
Þá var drama dagsins búið og fjörið gat loksins byrjað eftir klukkutíma töf. Gítarinn var dreginn upp og búin til þessi ekta rútubílastemming á meðan við héldum áfram sem leið lá uppí
Indriðastaði í Skorradal þar sem við tættum og trylltum um allt á fjórhjólum með leiðsögumönnum. Tókum klukkutíma rúnt, yfir ár, útí vatn og allskonar. Svo fórum við í hlöðuna á bænum þar sem slegið var upp partíi, músikin tjúnuð upp og grillaðir borgarar á allt liðið. Fórum svo í sund í Hreppslaug og brunuðum eftir það í bæinn syngjandi við gítarundirspil og héldum í partí í nýju íbúðinni þeirra Eiðs og Ólafar. Þar hélt gítarsönglið og tjúttið áfram fram á rauða nótt. Fórum svo bara heim til okkar kl. 4, nenntum ómögulega að fara á bæjarrölt í kuldanum...