Hvað gerir pípari sem vinnur nú orðið bara til svona 5 eða 6 á daginn. Nú, ekki þýðir að leggjast í aumingjaskap og volæði heldur er kauði farinn á fullt í kynningarstarfsemi á nýja/gamla disknum sínum sem kemur út von bráðar. Hann ákvað að blása rykið af fullbúna disknum sem hann var tilbúinn með um árið og hér má sjá kátan vinningshafa í bingólottói í Öskjuhlíðarskóla sem vann fyrsta eintakið - varla kólnað úr verksmiðjunni.

Mæli með að fólk fylgist með af öllum sínum mætti næstu dagana - t.d. hefur sú fiskisaga flogið að Píparinn og Geir Ólafs séu bókaðir til að taka lagið saman á ÍNN í nánustu fortíð... Ekki ólíklegt að þeir taki slagarann "Neysluvatnsforhitarinn" sem verður einmitt fyrsta smáskífan af plötunni.
Ekki láta þennan við
bjóðburð fram hjá þér fara!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli