3. mars 2009

BROSTU!!!


Kári Fannar er búinn að setja inn nýjar myndir á síðuna sína - duglegur sem hann er!

Það er svo af Óla Bjarka að frétta að hann er kominn með appelsínugula beltið í Taekwondo. Hann fór að vísu Sandkluftavatnsleiðina að því, því svo öruggur var drengurinn með sig að honum mistókst fyrir tóman klaufaskap að brjóta spýtu sem er jú skilyrði fyrir því að standast prófið.
Foreldrarnir voru orðin úrkula vonar um að drengnum yrði afhent beltið án inngrips æfra foreldra og sátu á áhorfendabekkjunum nagandi á sér neglurnar þegar óvænt tvist kom upp. Einn af bestu mönnum félagsins sem var í prófi upp á það að fá sína þriðju svörtu rönd á sitt rauða belti (næsta belti á undan svarta beltinu) gerði smá samning við kennarana. Hann fór fram á að í sínu broti mundi hann brjóta 4 steinflísar gegn því að Óli fengi að reyna aftur.
Viðkomandi hefði komist upp með að brjóta 2 flísar og verið öruggur með sitt belti en nei, hann ákvað upp á sitt eindæmi að fórna sér fyrir Ólann. Mamman fékk rykkorn í augað, svo ánægð var hún með þetta óvænta atriði.

Það er skemmst frá því að segja að flísarnar fjórar molnuðu og skildu brjótandann eftir blóði drifinn frá eyra og niðrúr og Óli fékk annað tækifæri.

Sem hann og nýtti með glæsibrag enda hafði hann staðið sig eins og hetja á æfingum áður og brotið og bramlað hægri vinstri, þannig að þjálfarar og foreldrarnir kröfuhörðu vissu alveg hvað hann gat - og stóðst þar með prófið snillingurinn sem hann er.

Foreldrunum var mjög létt.


Af brjótandanum er það að frétta að hann mun næstu örfáu mánuði eða ár tína flísabrot úr eyranu á sér og óvíst er hvort heyrnin batni frá því sem áður var.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
--> Free counter and web stats