28. júlí 2005
Furðulegt að þessir framtakssömu aðilar skuli ekki líka hafa látið prenta á dúnúlpur, kraftgalla, alpahúfur og eyrnaskjól, svona rétt til að hinir ágætu mótmælendur fari nú ekki að verða úti þarna fyrir austan... svona um hásumarið.
Einhverjir leggja sitt að mörkum til að stuðla að friði in dis wicked world we live in. Heimur bestnandi fer... vonandi, sennilega ekki samt...
Hef staðgóðar heimildir fyrir því að White Stripes komi til Íslands í nóvember! Hvílík fölskvalaus gleði. Vona bara að það verði ekkert aldurstakamark því að sjálfsögðu verður maður maður að taka li'l pip með sér, enda er hann jú einhver sá mesti White Stripes aðdáandi sem sögur fara af í öllum 2000-árgangnum á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Hann getur horft á "Fell in love with a girl"- myndbandið korterunum saman, enda eru Lego-kubbar megin uppistaðan í því, og dansað með og sönglar svo aðallínuna úr "Seven Nation Army" sí og æ, fyrir utan það að hann hefur sérstakt dálæti á "Jolene" í flutningi Hvítu Randanna. Ef við hjúin förum á tónleikana án hans verðum við allavega að fara með fleipur við barnið og segja honum að við séum að fara á Michael Bolton tónleikana eða eitthvað til að hann fatti ekki neitt. Afsakið rétt á meðan mér varð bumbult...
Nú virðist þessi brakandi þerrir sem geysað hefur í nokkra daga vera liðinn hjá. Vonandi að það viðri þá loksins vel til innimálunar!
Síðar...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli