Jæja, nú fer grasekkjutímabili mínu að ljúka hvað á hverju, það er að segja gervigrasekkjutímabilinu! Líf og yndi pípsins hefur í sumar verið fótboltinn og hefur hann staðið stoltur í markinu fyrir FC Hómer og varið eins og Hvítserkur berserkur. Hef nokkrum sinnum orðið vitni að leikjum og alltaf stendur maður sig að því að glápa í forundran á þennan markvörð sem ryður allt í einu og upp úr þurru út úr sér Tourettes-skotnum frösum sem eru víst ætlaðir til hópeflis og hvatningar! Gaman að hann skuli einmitt standa í marki þar sem danskur eldri tvíburabróðir hans er jú einmitt merkilegt nokk þó nokkuð þekktur markvörður sem á að baki frækinn feril! Mig hefur nefnilega lengi grunað að pípið heiti upprunalega Píp Schmeichel! Því til sönnunar má einmitt sjá þá bræðurna Píp og Peter Schmeichel í einkennisbúningnum sem þeir kunna svo vel við sig í:


Brødrene Pip og Peter Schmeichel!