Það er búið að endurútgefa biblíuna og ég fékk eintak í jólagjöf.
Nýja útgáfan lítur svona út:
En eins og allar bækur hefur hún veikan punkt og það er kaflinn um ávexti. Við skulum hafa það á hreinu að ávextir eru forboðnir. Þið vitið aldingarðurinn og allt það! Mjallhvít líka. Maður dettur niður dauður af ávöxtum og grænnmeti endalaust! Maður hefur ekkert upp úr grænmetisáti nema stöku höggorma og annars konar misyndis-skordýr.
Boðorðunum var svo fækkað niður í tvö til að koma í veg fyrir misskilning, rangtúlkanir og almennan þvætting sem hin 10 gátu skapað enda hljóðuðu þau svo sem upp á það sama mest megnis.

P.s. Togga þú merktir Guðmundi pakkann líka... eitthvað slegið saman hjá þér sennilega. En það er allt í lagi, hann er ennþá að reyna að beygja rörin úr steinalausa stálinu.