Ég verð að segja fyrir mína parta að mér finnst friðarsúlan geggjuð!!!

Bara fruntaleg snilld og sérstaklega hugguleg á að horfa. Bý svo vel að geta horft á hana úr rúminu mínu og úr þakglugganum í tölvuálmu heimilisins má sjá hana frá upptökum til enda, þó hún reyndar nái það hátt að stundum veltir maður því fyrir sér hvort hún sé endalaus.
Eina sem ég hef út á hana að setja er að mér finnst hún loga full stutt, á bara að vera frá kl. 20.00 til 24.00 en mundi vilja sjá hana líka frá 07.00-08.30 í nóv. og des. þegar myrkrið verður meira. Viss um að dagarnir, og þá sérstaklega umferðin, verði friðsælli þegar íbúar borgarinnar streyma til vinnu með friðarsúlu vakandi yfir sér. Svo um helgar mætti hún loga lengur (sem hún gerir reyndar núna en kannski af því að þetta er fyrsta helgin) og þá er ég alveg viss um að ófriðaröldur miðbæjarins lægi.
Fyrst ég er að frekjast þetta mundi ég líka vilja sjá hana loga út febrúar ca. Já kannski væri bara frá haustjafndægri fram á vorjafndægur alveg kjörið en þá er reyndar aðeins búið að afbaka hugmyndina með að hún logi frá fæðingardegi Lennons til dánardægurs - en Yoko myrkrið er svo svart á Íslandi!
Já nú er ég búin að koma þessum óskum mínum á framfæri og spurning með að senda þær á Dagga
sæta nýja borgarstjóra og sjá hvað hann segir. Verð að segja það að ég er nú bara alveg guðs lifandi fegin að
spillti tryllti Villi getur farið að spila meira golf en mikið hefði ég nú viljað að hann tæki that evil bastard
Björn Inga með sér. Nei nei, alltaf þarf þessa hel#&%$* framsóknarmenn til að mynda stjórn. Sem sannar hið fornkveðna; það er sama hvað þú kýst, alltaf ertu að kjósa framsókn. Megi þeir fara norður og niður í friði.
Peace out.