Af ýmsu hef ég verið stolt um ævina;
mínum framúrskarandi og endalaust frábæru sonum,
mínum sérstalega hjartgóða og indæla sambýlismanni,
mínum bráðefnilega bróður sem varð 17 í gær,
hinum ýmsu fjölskyldumeðlimum og vinum við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina,
að hafa komið kettlingnum mínum til kattar (með örfáum geðveilum þó),
aðventukransinum mínum sem ég gerði um daginn
en sjaldan hef ég verið eins stolt og núna á þriðjudaginn þegar ég bjó til þetta:
Og já við erum ennþá södd! jú Píp fékk líka að smakka...
P.s. potturinn er 10 lítra hið minnsta!