mán. 30.1.2006:
sólarupprás 10:14
og
sólsetur 17:08.
Í fyrsta skipti síðan einhvern tíman á síðasta ári er maður ekki að álpast heim úr vinnunni eftir sólsetur! Þvílíkur munur. Loksins finnst manni þetta allt saman vera á réttri leið, gjörsamlega búin að óverdósa á myrkrinu. Þeir segja að maður geti verið of mikið í sólinni og nú er maður klárlega búinn að fá allt of stóran skammt af myrkri. Óska mér og öðrum 9-5urum til hamingju með að geta hér með gengið út í sólina að vinnu lokinni!
Happdrætti háskólans rænt í dag!
Geri fastlega ráð fyrir að ræninginn hafi verið með þessa grímu:

Nema hann hafi valið að vera með kanínugrímuna, eða batmangrímuna eða.....
Það er svo sem búið að vera nóg úrval af grímum í auglýsingunum frá þeim.